Nær blindur maður ætlar í langhlaup með hvíta stafinn 6. ágúst 2011 07:00 Ekki getur hjarta Þórðar verið sem fóarn úr fugli fyrst hann lætur sig hafa það að hlaupa einungis með stafinn að vopni. fréttablaðið/hag Víða um borgina má sjá skokkara koma sér í form fyrir Reykjavíkurmaraþonið en blaðamenn Fréttablaðsins ráku þó upp stór augu í fyrrakvöld þegar þeir sáu Þórð Pétursson hlaupa meðfram Miklubrautinni en hann er nær blindur og notast því við blindrastaf á skokkinu. „Ég hleyp hérna frá Lönguhlíð eftir Miklubrautinni og fer síðan upp hjá Suðurveri en þaðan er leiðin svo ógreiðfær heim í Hamrahlíðina að ég geng þann spöl,“ sagði Þórður móður þegar blaðamaður fékk að trufla hann. „Ég fer þetta núna á hverjum degi enda er ég að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Þar ætla ég að hlaupa þrjá kílómetra. Ég er nú að vonast til þess að fá aðstoðarmann með mér í það.“ Hann segist óhræddur við að hlaupa með blindrastafinn og enn hafi hann ekki lent í neinu óhappi. Stafurinn er frábrugðinn öðrum blindrastöfum að því leyti að það er kúla á endanum sem Þórður rennir á undan sér. Það þarf heldur betur traust á stafinn til að skokka við þessar aðstæður en Þórður sér einungis birtu. „Ég sé þig til dæmis ekki núna,“ sagði hann við blaðamann þegar hann stóð um metra frá honum. Svava Oddný Ásgeirsdóttir hlaupstjóri segist ekki vita til þess að blindur maður hafi áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „Reyndar er það svo að fólk er svo duglegt og lætur nánast ekkert aftra sér svo það gæti verið að einhver blindur hafi hlaupið hjá okkur án þess að við hefðum orðið vör við það,“ segir hún. Hún segir að um ellefu þúsund manns hafi hlaupið í fyrra og allt útlit sé fyrir svipaðan fjölda í ár. Meðal keppenda verða um þúsund erlendir hlauparar frá um fimmtíu þjóðlöndum. jse@frettabladid.is Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Víða um borgina má sjá skokkara koma sér í form fyrir Reykjavíkurmaraþonið en blaðamenn Fréttablaðsins ráku þó upp stór augu í fyrrakvöld þegar þeir sáu Þórð Pétursson hlaupa meðfram Miklubrautinni en hann er nær blindur og notast því við blindrastaf á skokkinu. „Ég hleyp hérna frá Lönguhlíð eftir Miklubrautinni og fer síðan upp hjá Suðurveri en þaðan er leiðin svo ógreiðfær heim í Hamrahlíðina að ég geng þann spöl,“ sagði Þórður móður þegar blaðamaður fékk að trufla hann. „Ég fer þetta núna á hverjum degi enda er ég að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Þar ætla ég að hlaupa þrjá kílómetra. Ég er nú að vonast til þess að fá aðstoðarmann með mér í það.“ Hann segist óhræddur við að hlaupa með blindrastafinn og enn hafi hann ekki lent í neinu óhappi. Stafurinn er frábrugðinn öðrum blindrastöfum að því leyti að það er kúla á endanum sem Þórður rennir á undan sér. Það þarf heldur betur traust á stafinn til að skokka við þessar aðstæður en Þórður sér einungis birtu. „Ég sé þig til dæmis ekki núna,“ sagði hann við blaðamann þegar hann stóð um metra frá honum. Svava Oddný Ásgeirsdóttir hlaupstjóri segist ekki vita til þess að blindur maður hafi áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „Reyndar er það svo að fólk er svo duglegt og lætur nánast ekkert aftra sér svo það gæti verið að einhver blindur hafi hlaupið hjá okkur án þess að við hefðum orðið vör við það,“ segir hún. Hún segir að um ellefu þúsund manns hafi hlaupið í fyrra og allt útlit sé fyrir svipaðan fjölda í ár. Meðal keppenda verða um þúsund erlendir hlauparar frá um fimmtíu þjóðlöndum. jse@frettabladid.is
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira