Erlent

Vildu útlendinga úr landi

Mynd/AFP
Þýska lögreglan lagði fyrr í vikunni hald á byssu, skotfæri, hnífa, áróðursefni og svarta einkennisbúninga hjá samtökum öfgasinnaðra hægrimanna sem hugðust neyða innflytjendur úr landi með valdi.

Um 140 lögreglumenn gerðu húsleit á 21 stað í Suður-Þýskalandi. Alls voru 18 félagar í samtökunum, sem kalla sig Standarte Württemberg, handteknir en þeim var sleppt aftur. Hinir handteknu voru á aldrinum 17 til 49 ára.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×