Lífið

Beckham-hjónin skíra barnið

David og Victoria Beckham eignuðust stúlku á sunnudaginn. Þau hafa nefnt hana Harper Seven Beckham, en fyrir eiga þau þrjá syni.
David og Victoria Beckham eignuðust stúlku á sunnudaginn. Þau hafa nefnt hana Harper Seven Beckham, en fyrir eiga þau þrjá syni.
David og Victoria Beckham eignuðust dóttur á sunnudaginn, en stúlkan er fjórða barn þeirra hjóna. David og Victoria hafa ákveðið nafn á dömuna og verður hún skírð Harper Seven. „Ég er svo stoltur og spenntur að tilkynna fæðingu dóttur okkar, Harper Seven Beckham. Hún vó 3,4 kíló og fæddist kl. 7.55 í morgun, hér í Los Angeles," skrifaði David á Twitter-síðu sína.

Hjónin eru sögð hafa valið nafnið Harper vegna þess hve það hljómar vel, en Seven telja þau lukkunúmer. „Þau völdu Seven af því að þau telja sjö vera lukkunúmer. Barnið fæddist klukkan rúmlega sjö í júlí – sjöunda mánuðinum," sagði heimildarmaður, en David spilaði einnig í treyju númer sjö hjá Manchester United. David og Victoria eiga þrjá syni, hinn 12 ára Brooklyn, átta ára Rómeo og sex ára Cruz og þurftu þau því í fyrsta skipti að skreyta heimilið með bleikum lit. „Þetta er alveg nýtt fyrir okkur. Að hafa allan þennan bleika lit í húsinu og alla þessa kjóla. Öll fötin eru tilbúin og herbergið er tilbúið. Við erum rosalega spennt," sagði David í viðtali fyrir stuttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.