Lífið

Felldu tár fyrir Potter

Breski leikarinn Warwick Davis mætti með alla fjölskyldu sína á frumsýninguna.
Breski leikarinn Warwick Davis mætti með alla fjölskyldu sína á frumsýninguna.
Tískuritstjóri Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, mætti á rauða dregilinn í grænum sumarlegum kjól og með sólgleraugu.
Mikið var um dýrðir í London þegar rauða dreglinum var rennt út fyrir leikaralið Harry Potter myndanna. Síðasta myndin í seríunni um vinsæla galdrastrákinn, Harry Potter og dauðadjásnin, seinni hluti, var frumsýnd í London í vikunni.

Harry Potter og dauðadjásnin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda sem segja myndina verðugan endapunkt fyrir galdrastrákinn og að hún svíki ekki aðdáendur sína. Myndin er sú áttunda sem gerð hefur verið um Harry Potter á tíu árum en myndirnar eru með þeim vinsælustu í kvikmyndasögunni og hafa halað inn rúmlega 6,3 milljarða dala.

Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 13. júlí og hafa þegar selst á þriðja þúsund miðar í forsölu.

Þríeykið Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Watson skörtuðu sínu fegursta á frumsýningunni og Watson gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hún kvaddi Harry Potter.
Góður hópur Leikaranir Emma Watson, Rupert Grint og höfundur Harry Potter-bókanna J.K. Rowling eru sannkallað draumateymi. Í baksýn má sjá aðalleikarann Daniel Radcliffe.fréttablaðið/ap


Blómastúlka Leikkonan Helena Bonham-Carter leikur í myndinni en hún var sumarleg með blómaskraut í hári.


kVEÐJUSTUND Leikkonan Emma Watson gat ekki haldið aftur af tárunum á frumsýningunni á síðustu Harry Potter-myndinni.


Smekklegur Aðalleikarinn Daniel Radcliffe var smekklega til fara í gráum jakkafötum og vesti í stíl. Nordicphoto/afp







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.