Deilur tefja nýtt fangelsi 9. júlí 2011 05:00 Lóð er tilbúin á Hólmsheiði fyrir byggingu nýs fangelsis og er skipulagsvinnu lokið. Útboðsgögn og þarfalýsing hafa verið unnin. Aðeins stendur á ákvörðun ríkisstjórnar um fjármögnun verksins. Mynd/Vilhelm Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru ekki sammála um hvaða leið beri að fara við byggingu nýs fangelsis. Mikill fjöldi brotamanna, sem hlotið hefur dóma, gengur laus þar sem ekki er pláss fyrir þá í fangelsum landsins. Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, hefur sagt að hann vilji að framkvæmdin sé fjármögnuð af ríkinu. Það væri ódýrari kostur en ef einkaaðilar fjármögnuðu verkið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir hins vegar að bjóða eigi fjármögnunina út. Þá gætu lífeyrissjóðir eða einkaaðilar boðið í hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sé sömu skoðunar, en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. „Ég vil fara þá leið sem flýtir þessu mest; að bjóða fjármögnunina út. Þá gætu lífeyrissjóðirnir fjármagnað verkið og ríkið síðan borgað árlega leigu. Þetta var gert nýverið varðandi fjölgun hjúkrunarrýma. Við gætum tekið ákvörðun strax á morgun ef það næðist samstaða um þessa fjármögnunarleið. Það er mikilvægt að menn séu ekki að halda í hugmyndir sem ekki eru raunhæfar," segir Jóhanna. Þessum orðum hlýtur að vera beint að Ögmundi Jónassyni, en hann hefur talað fyrir því að framkvæmdin sé sett á fjárlög. Fyrir ríkisstjórn liggur tillaga þess efnis. „Mér finnst það vera hið eina eðlilega í stöðunni, enda er sú leið í heildina mun ódýrari og þar af leiðandi hagkvæmari fyrir skattgreiðendur. Menn ætla að munurinn gæti verið á bilinu 300 til 500 milljónir króna," segir Ögmundur. Jóhanna segir að sé ætlunin að fara þá leið verði að svara því hvar eigi að skera niður eða afla tekna á móti. Alls er um 2 milljarða króna framkvæmd að ræða. „Það þýðir ekki að koma með inn á borðið tillögu um 2 milljarða útgjöld og skilja eftir á borði ríkisstjórnarinnar. Menn verða að segja hvar á að skera niður og hvar á að skattleggja í staðinn. Við búum við mikinn fjárlagahalla og höfum þurft að skera niður í velferðarkerfinu. Við munum þurfa að sýna mikið aðhald áfram í fjármálum," segir Jóhanna, en kostnaður við framkvæmdina mundi leggjast á þetta ár og næsta. Ögmundur segir hins vegar ekki þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Hann vill að tekið sé lán fyrir framkvæmdinni og samið um frest á afborgunum. „Það er nákvæmlega það sama og mundi gerast ef einkaaðili tæki málið að sér. Hann mundi ekki greiða af sínum lánum fyrr en ríkið hæfi greiðslu á leigu." Eðlilegast sé að hefja framkvæmdina og fá fjárheimild á næsta ári. Ögmundur segir að á endanum muni ríkissjóður borga hverja einustu krónu sem fer til verksins, hver sem umgjörðin verður. Því hljóti menn að horfa til þess að það geti munað frá 300 milljónum upp í hálfan milljarð á leiðunum. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var mjög áfjáður í að hafa ríkisbókhaldið í jafnvægi, en ef menn ætla út í þessa framkvæmd kemur þetta á einn stað niður fyrir raunverulegar greiðslur úr ríkissjóði. Jóhanna og Ögmundur eru sammála um að framkvæmdin sé brýn og að enginn ágreiningur sé um það innan ríkisstjórnarinnar. Jóhanna segir vel koma til greina að forsætisráðherra þurfi að höggva á hnútinn til að leysa málið. kolbeinn@frettabladid.is jss@frettabladid.is Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru ekki sammála um hvaða leið beri að fara við byggingu nýs fangelsis. Mikill fjöldi brotamanna, sem hlotið hefur dóma, gengur laus þar sem ekki er pláss fyrir þá í fangelsum landsins. Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, hefur sagt að hann vilji að framkvæmdin sé fjármögnuð af ríkinu. Það væri ódýrari kostur en ef einkaaðilar fjármögnuðu verkið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir hins vegar að bjóða eigi fjármögnunina út. Þá gætu lífeyrissjóðir eða einkaaðilar boðið í hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sé sömu skoðunar, en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. „Ég vil fara þá leið sem flýtir þessu mest; að bjóða fjármögnunina út. Þá gætu lífeyrissjóðirnir fjármagnað verkið og ríkið síðan borgað árlega leigu. Þetta var gert nýverið varðandi fjölgun hjúkrunarrýma. Við gætum tekið ákvörðun strax á morgun ef það næðist samstaða um þessa fjármögnunarleið. Það er mikilvægt að menn séu ekki að halda í hugmyndir sem ekki eru raunhæfar," segir Jóhanna. Þessum orðum hlýtur að vera beint að Ögmundi Jónassyni, en hann hefur talað fyrir því að framkvæmdin sé sett á fjárlög. Fyrir ríkisstjórn liggur tillaga þess efnis. „Mér finnst það vera hið eina eðlilega í stöðunni, enda er sú leið í heildina mun ódýrari og þar af leiðandi hagkvæmari fyrir skattgreiðendur. Menn ætla að munurinn gæti verið á bilinu 300 til 500 milljónir króna," segir Ögmundur. Jóhanna segir að sé ætlunin að fara þá leið verði að svara því hvar eigi að skera niður eða afla tekna á móti. Alls er um 2 milljarða króna framkvæmd að ræða. „Það þýðir ekki að koma með inn á borðið tillögu um 2 milljarða útgjöld og skilja eftir á borði ríkisstjórnarinnar. Menn verða að segja hvar á að skera niður og hvar á að skattleggja í staðinn. Við búum við mikinn fjárlagahalla og höfum þurft að skera niður í velferðarkerfinu. Við munum þurfa að sýna mikið aðhald áfram í fjármálum," segir Jóhanna, en kostnaður við framkvæmdina mundi leggjast á þetta ár og næsta. Ögmundur segir hins vegar ekki þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Hann vill að tekið sé lán fyrir framkvæmdinni og samið um frest á afborgunum. „Það er nákvæmlega það sama og mundi gerast ef einkaaðili tæki málið að sér. Hann mundi ekki greiða af sínum lánum fyrr en ríkið hæfi greiðslu á leigu." Eðlilegast sé að hefja framkvæmdina og fá fjárheimild á næsta ári. Ögmundur segir að á endanum muni ríkissjóður borga hverja einustu krónu sem fer til verksins, hver sem umgjörðin verður. Því hljóti menn að horfa til þess að það geti munað frá 300 milljónum upp í hálfan milljarð á leiðunum. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var mjög áfjáður í að hafa ríkisbókhaldið í jafnvægi, en ef menn ætla út í þessa framkvæmd kemur þetta á einn stað niður fyrir raunverulegar greiðslur úr ríkissjóði. Jóhanna og Ögmundur eru sammála um að framkvæmdin sé brýn og að enginn ágreiningur sé um það innan ríkisstjórnarinnar. Jóhanna segir vel koma til greina að forsætisráðherra þurfi að höggva á hnútinn til að leysa málið. kolbeinn@frettabladid.is jss@frettabladid.is
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira