Ótryggðum vespum beint á göngustíga 8. júlí 2011 08:15 Rafmagnsvespa Litlar rafmagnsvespur voru settar á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól samkvæmt umferðarlögum.Fréttablaðið/hag Litlar rafmagnsvespur hafa á skömmum tíma orðið algengur fararskjóti meðal barna og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Óvissa er um réttarstöðu bæði ökumanna og gangandi vegfarenda verði vespuslys. Alma R. R. Thorarensen laganemi birti grein í Fréttablaðinu í gær um þá réttaróvissu sem er um þessar litlu rafmagnsvespur í umferðinni. „Ég hef undanfarið séð þessar vespur víða innan um gangandi vegfarendur og kannaði í kjölfarið hvort það væri einfaldlega í lagi að vera á þessum farartækjum á til dæmis göngustígum,“ segir Alma og bætir við: „Það reyndist vera þar sem vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól. Þær eru því ekki skráningarskyld ökutæki og þar með ekki heldur vátryggingaskyldar.“ Í kjölfarið segist Alma hafa farið að velta fyrir sér réttarstöðu gangandi vegfaranda sem kynnu að slasast kæmi til áreksturs. „Og raunar jafnframt réttarstöðu ökumannsins því fjölskyldutryggingar taka ekki til tjóns sem orsakast af vélknúnum ökutækjum. Því er í raun óljóst hvort bótaskylda væri til staðar því það má bæði færa rök fyrir því að um vélknúið ökutæki sé að ræða og því að þetta sé ekki vélknúið ökutæki,“ segir Alma. Litlar rafmagnsvespur komu á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar sem um ræðir eru ekki skráningarskyldar og því flokkaðar sem reiðhjól þó ökumönnum þeirra sé óheimilt að keyra á vegum. Vespurnar mega vera allt að 60 kílóa þungar og komast á mest 25 kílómetra hraða á klukkustund. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir menn þar á bæ hafa áhyggjur af rafknúnum reiðhjólum og vespum. Bæði Umferðarstofu og lögreglu sé orðið ljóst að það sé full ástæða til að skoða þetta mjög gaumgæfilega og reyna að fyrirbyggja að það hljótist af þessu slys, segir Einar Magnús. „Það er verið að vinna í þessu en þetta er því miður bara ekki einfalt mál. Ég vænti þess og vona að þetta verði skýrt þegar ný umferðarlög taka gildi,“ bætir Einar við. Loks segir Einar að margar ábendingar hafi borist Umferðarstofu um ökumenn rafmagnsvespna sem virði ekki þau lög sem þó eru til staðar. „Það hefur sést til lítilla barna jafnvel reiðandi önnur börn sem er vitaskuld bannað, þá keyra margir á þessu úti á götum, og jafnvel án hjálms en börn yngri en fimmtán ára verða að nota hjálm. Þetta þarf einnig að koma í veg fyrir,“ segir Einar. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Litlar rafmagnsvespur hafa á skömmum tíma orðið algengur fararskjóti meðal barna og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Óvissa er um réttarstöðu bæði ökumanna og gangandi vegfarenda verði vespuslys. Alma R. R. Thorarensen laganemi birti grein í Fréttablaðinu í gær um þá réttaróvissu sem er um þessar litlu rafmagnsvespur í umferðinni. „Ég hef undanfarið séð þessar vespur víða innan um gangandi vegfarendur og kannaði í kjölfarið hvort það væri einfaldlega í lagi að vera á þessum farartækjum á til dæmis göngustígum,“ segir Alma og bætir við: „Það reyndist vera þar sem vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól. Þær eru því ekki skráningarskyld ökutæki og þar með ekki heldur vátryggingaskyldar.“ Í kjölfarið segist Alma hafa farið að velta fyrir sér réttarstöðu gangandi vegfaranda sem kynnu að slasast kæmi til áreksturs. „Og raunar jafnframt réttarstöðu ökumannsins því fjölskyldutryggingar taka ekki til tjóns sem orsakast af vélknúnum ökutækjum. Því er í raun óljóst hvort bótaskylda væri til staðar því það má bæði færa rök fyrir því að um vélknúið ökutæki sé að ræða og því að þetta sé ekki vélknúið ökutæki,“ segir Alma. Litlar rafmagnsvespur komu á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar sem um ræðir eru ekki skráningarskyldar og því flokkaðar sem reiðhjól þó ökumönnum þeirra sé óheimilt að keyra á vegum. Vespurnar mega vera allt að 60 kílóa þungar og komast á mest 25 kílómetra hraða á klukkustund. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir menn þar á bæ hafa áhyggjur af rafknúnum reiðhjólum og vespum. Bæði Umferðarstofu og lögreglu sé orðið ljóst að það sé full ástæða til að skoða þetta mjög gaumgæfilega og reyna að fyrirbyggja að það hljótist af þessu slys, segir Einar Magnús. „Það er verið að vinna í þessu en þetta er því miður bara ekki einfalt mál. Ég vænti þess og vona að þetta verði skýrt þegar ný umferðarlög taka gildi,“ bætir Einar við. Loks segir Einar að margar ábendingar hafi borist Umferðarstofu um ökumenn rafmagnsvespna sem virði ekki þau lög sem þó eru til staðar. „Það hefur sést til lítilla barna jafnvel reiðandi önnur börn sem er vitaskuld bannað, þá keyra margir á þessu úti á götum, og jafnvel án hjálms en börn yngri en fimmtán ára verða að nota hjálm. Þetta þarf einnig að koma í veg fyrir,“ segir Einar. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira