Ótryggðum vespum beint á göngustíga 8. júlí 2011 08:15 Rafmagnsvespa Litlar rafmagnsvespur voru settar á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól samkvæmt umferðarlögum.Fréttablaðið/hag Litlar rafmagnsvespur hafa á skömmum tíma orðið algengur fararskjóti meðal barna og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Óvissa er um réttarstöðu bæði ökumanna og gangandi vegfarenda verði vespuslys. Alma R. R. Thorarensen laganemi birti grein í Fréttablaðinu í gær um þá réttaróvissu sem er um þessar litlu rafmagnsvespur í umferðinni. „Ég hef undanfarið séð þessar vespur víða innan um gangandi vegfarendur og kannaði í kjölfarið hvort það væri einfaldlega í lagi að vera á þessum farartækjum á til dæmis göngustígum,“ segir Alma og bætir við: „Það reyndist vera þar sem vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól. Þær eru því ekki skráningarskyld ökutæki og þar með ekki heldur vátryggingaskyldar.“ Í kjölfarið segist Alma hafa farið að velta fyrir sér réttarstöðu gangandi vegfaranda sem kynnu að slasast kæmi til áreksturs. „Og raunar jafnframt réttarstöðu ökumannsins því fjölskyldutryggingar taka ekki til tjóns sem orsakast af vélknúnum ökutækjum. Því er í raun óljóst hvort bótaskylda væri til staðar því það má bæði færa rök fyrir því að um vélknúið ökutæki sé að ræða og því að þetta sé ekki vélknúið ökutæki,“ segir Alma. Litlar rafmagnsvespur komu á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar sem um ræðir eru ekki skráningarskyldar og því flokkaðar sem reiðhjól þó ökumönnum þeirra sé óheimilt að keyra á vegum. Vespurnar mega vera allt að 60 kílóa þungar og komast á mest 25 kílómetra hraða á klukkustund. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir menn þar á bæ hafa áhyggjur af rafknúnum reiðhjólum og vespum. Bæði Umferðarstofu og lögreglu sé orðið ljóst að það sé full ástæða til að skoða þetta mjög gaumgæfilega og reyna að fyrirbyggja að það hljótist af þessu slys, segir Einar Magnús. „Það er verið að vinna í þessu en þetta er því miður bara ekki einfalt mál. Ég vænti þess og vona að þetta verði skýrt þegar ný umferðarlög taka gildi,“ bætir Einar við. Loks segir Einar að margar ábendingar hafi borist Umferðarstofu um ökumenn rafmagnsvespna sem virði ekki þau lög sem þó eru til staðar. „Það hefur sést til lítilla barna jafnvel reiðandi önnur börn sem er vitaskuld bannað, þá keyra margir á þessu úti á götum, og jafnvel án hjálms en börn yngri en fimmtán ára verða að nota hjálm. Þetta þarf einnig að koma í veg fyrir,“ segir Einar. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Litlar rafmagnsvespur hafa á skömmum tíma orðið algengur fararskjóti meðal barna og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Óvissa er um réttarstöðu bæði ökumanna og gangandi vegfarenda verði vespuslys. Alma R. R. Thorarensen laganemi birti grein í Fréttablaðinu í gær um þá réttaróvissu sem er um þessar litlu rafmagnsvespur í umferðinni. „Ég hef undanfarið séð þessar vespur víða innan um gangandi vegfarendur og kannaði í kjölfarið hvort það væri einfaldlega í lagi að vera á þessum farartækjum á til dæmis göngustígum,“ segir Alma og bætir við: „Það reyndist vera þar sem vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól. Þær eru því ekki skráningarskyld ökutæki og þar með ekki heldur vátryggingaskyldar.“ Í kjölfarið segist Alma hafa farið að velta fyrir sér réttarstöðu gangandi vegfaranda sem kynnu að slasast kæmi til áreksturs. „Og raunar jafnframt réttarstöðu ökumannsins því fjölskyldutryggingar taka ekki til tjóns sem orsakast af vélknúnum ökutækjum. Því er í raun óljóst hvort bótaskylda væri til staðar því það má bæði færa rök fyrir því að um vélknúið ökutæki sé að ræða og því að þetta sé ekki vélknúið ökutæki,“ segir Alma. Litlar rafmagnsvespur komu á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar sem um ræðir eru ekki skráningarskyldar og því flokkaðar sem reiðhjól þó ökumönnum þeirra sé óheimilt að keyra á vegum. Vespurnar mega vera allt að 60 kílóa þungar og komast á mest 25 kílómetra hraða á klukkustund. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir menn þar á bæ hafa áhyggjur af rafknúnum reiðhjólum og vespum. Bæði Umferðarstofu og lögreglu sé orðið ljóst að það sé full ástæða til að skoða þetta mjög gaumgæfilega og reyna að fyrirbyggja að það hljótist af þessu slys, segir Einar Magnús. „Það er verið að vinna í þessu en þetta er því miður bara ekki einfalt mál. Ég vænti þess og vona að þetta verði skýrt þegar ný umferðarlög taka gildi,“ bætir Einar við. Loks segir Einar að margar ábendingar hafi borist Umferðarstofu um ökumenn rafmagnsvespna sem virði ekki þau lög sem þó eru til staðar. „Það hefur sést til lítilla barna jafnvel reiðandi önnur börn sem er vitaskuld bannað, þá keyra margir á þessu úti á götum, og jafnvel án hjálms en börn yngri en fimmtán ára verða að nota hjálm. Þetta þarf einnig að koma í veg fyrir,“ segir Einar. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira