Ótryggðum vespum beint á göngustíga 8. júlí 2011 08:15 Rafmagnsvespa Litlar rafmagnsvespur voru settar á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól samkvæmt umferðarlögum.Fréttablaðið/hag Litlar rafmagnsvespur hafa á skömmum tíma orðið algengur fararskjóti meðal barna og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Óvissa er um réttarstöðu bæði ökumanna og gangandi vegfarenda verði vespuslys. Alma R. R. Thorarensen laganemi birti grein í Fréttablaðinu í gær um þá réttaróvissu sem er um þessar litlu rafmagnsvespur í umferðinni. „Ég hef undanfarið séð þessar vespur víða innan um gangandi vegfarendur og kannaði í kjölfarið hvort það væri einfaldlega í lagi að vera á þessum farartækjum á til dæmis göngustígum,“ segir Alma og bætir við: „Það reyndist vera þar sem vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól. Þær eru því ekki skráningarskyld ökutæki og þar með ekki heldur vátryggingaskyldar.“ Í kjölfarið segist Alma hafa farið að velta fyrir sér réttarstöðu gangandi vegfaranda sem kynnu að slasast kæmi til áreksturs. „Og raunar jafnframt réttarstöðu ökumannsins því fjölskyldutryggingar taka ekki til tjóns sem orsakast af vélknúnum ökutækjum. Því er í raun óljóst hvort bótaskylda væri til staðar því það má bæði færa rök fyrir því að um vélknúið ökutæki sé að ræða og því að þetta sé ekki vélknúið ökutæki,“ segir Alma. Litlar rafmagnsvespur komu á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar sem um ræðir eru ekki skráningarskyldar og því flokkaðar sem reiðhjól þó ökumönnum þeirra sé óheimilt að keyra á vegum. Vespurnar mega vera allt að 60 kílóa þungar og komast á mest 25 kílómetra hraða á klukkustund. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir menn þar á bæ hafa áhyggjur af rafknúnum reiðhjólum og vespum. Bæði Umferðarstofu og lögreglu sé orðið ljóst að það sé full ástæða til að skoða þetta mjög gaumgæfilega og reyna að fyrirbyggja að það hljótist af þessu slys, segir Einar Magnús. „Það er verið að vinna í þessu en þetta er því miður bara ekki einfalt mál. Ég vænti þess og vona að þetta verði skýrt þegar ný umferðarlög taka gildi,“ bætir Einar við. Loks segir Einar að margar ábendingar hafi borist Umferðarstofu um ökumenn rafmagnsvespna sem virði ekki þau lög sem þó eru til staðar. „Það hefur sést til lítilla barna jafnvel reiðandi önnur börn sem er vitaskuld bannað, þá keyra margir á þessu úti á götum, og jafnvel án hjálms en börn yngri en fimmtán ára verða að nota hjálm. Þetta þarf einnig að koma í veg fyrir,“ segir Einar. magnusl@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Litlar rafmagnsvespur hafa á skömmum tíma orðið algengur fararskjóti meðal barna og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Óvissa er um réttarstöðu bæði ökumanna og gangandi vegfarenda verði vespuslys. Alma R. R. Thorarensen laganemi birti grein í Fréttablaðinu í gær um þá réttaróvissu sem er um þessar litlu rafmagnsvespur í umferðinni. „Ég hef undanfarið séð þessar vespur víða innan um gangandi vegfarendur og kannaði í kjölfarið hvort það væri einfaldlega í lagi að vera á þessum farartækjum á til dæmis göngustígum,“ segir Alma og bætir við: „Það reyndist vera þar sem vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól. Þær eru því ekki skráningarskyld ökutæki og þar með ekki heldur vátryggingaskyldar.“ Í kjölfarið segist Alma hafa farið að velta fyrir sér réttarstöðu gangandi vegfaranda sem kynnu að slasast kæmi til áreksturs. „Og raunar jafnframt réttarstöðu ökumannsins því fjölskyldutryggingar taka ekki til tjóns sem orsakast af vélknúnum ökutækjum. Því er í raun óljóst hvort bótaskylda væri til staðar því það má bæði færa rök fyrir því að um vélknúið ökutæki sé að ræða og því að þetta sé ekki vélknúið ökutæki,“ segir Alma. Litlar rafmagnsvespur komu á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar sem um ræðir eru ekki skráningarskyldar og því flokkaðar sem reiðhjól þó ökumönnum þeirra sé óheimilt að keyra á vegum. Vespurnar mega vera allt að 60 kílóa þungar og komast á mest 25 kílómetra hraða á klukkustund. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir menn þar á bæ hafa áhyggjur af rafknúnum reiðhjólum og vespum. Bæði Umferðarstofu og lögreglu sé orðið ljóst að það sé full ástæða til að skoða þetta mjög gaumgæfilega og reyna að fyrirbyggja að það hljótist af þessu slys, segir Einar Magnús. „Það er verið að vinna í þessu en þetta er því miður bara ekki einfalt mál. Ég vænti þess og vona að þetta verði skýrt þegar ný umferðarlög taka gildi,“ bætir Einar við. Loks segir Einar að margar ábendingar hafi borist Umferðarstofu um ökumenn rafmagnsvespna sem virði ekki þau lög sem þó eru til staðar. „Það hefur sést til lítilla barna jafnvel reiðandi önnur börn sem er vitaskuld bannað, þá keyra margir á þessu úti á götum, og jafnvel án hjálms en börn yngri en fimmtán ára verða að nota hjálm. Þetta þarf einnig að koma í veg fyrir,“ segir Einar. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira