„Mikilvægasta rannsókn allra tíma“ Lýður Guðmundsson skrifar 6. júlí 2011 07:00 Alvarlegasta ásökunin á hendur Exista í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fullyrðingin um að félagið hafi reynt að hagnast á falli krónunnar. Höfundar skýrslunnar, sem franska stjórnmálakonan Eva Joly fullyrðir að sé sú eina sinnar tegundar í heiminum, vaða reyk í umfjöllun sinni. Þessi staðleysa eins og svo margt annað úr skýrslunni um Exista er svo étið upp í fjölmiðlum, meðal annars í leiðara DV um síðustu helgi. Þar fékkst enn ein staðfesting þess að þeir sem tala mest um réttlæti og sanngirni eru oft síst til þess fallnir. Augljóst er að sífelld skrif DV manna um hina „réttlátu reiði í samfélaginu" eru einungis hjúpur sem ætlað er að fela illgirni þeirra og mannfyrirlitningu. Fall krónunnar átti sér margar skýringar. Gjaldeyrisvarnir Exista á árunum 2007 og 2008 er ekki ein þeirra. Þegar eign er keypt er almennt skynsamlegt að lán sé tekið í sömu mynt og tekjustreymið sem eignin skapar. Sé keypt íbúð á Íslandi sem greiða á fyrir með íslenskum launatekjum þá er vitaskuld áhættuminnst að lánið fyrir íbúðinni sé í krónum. Þetta hefur reynslan kennt okkur nú, en auðvitað hlustuðu margir á sínum tíma á spakvitra aðjúnkta og gilda þáttastjórnendur sem ráðlögðu almenningi eindregið að taka fasteignalán í erlendum gjaldmiðli. Eðlilegar varnirExista fékk lán í erlendri mynt hjá um 40 erlendum og innlendum bönkum. Stundum gleymist að meirihluti lána Exista var tekinn hjá erlendum bönkum. Exista átti miklar eignir á Íslandi. Má þar helst nefna Kaupþing, VÍS, Símann og Lýsingu. Þegar af þessari ástæðu ætti flestum að vera ljóst að það var beinlínis andstætt hagsmunum Exista að gengi krónunnar félli þar eð slíkt leiddi óhjákvæmilega til versnandi afkomu félaganna. Og þar sem lán Exista í erlendri mynt voru umfram eignir í erlendri mynt voru gerðir gjaldmiðlasamningar. Slíkir samningar eru nú orðnir að skammaryrði hér á landi. Slíkt er þó álíka gáfulegt og telja það sérstakan ljóð á ráði manns að hann tryggi sig fyrir áföllum. Gjaldmiðlasamningunum var ætlað að tryggja að Exista gæti keypt gjaldeyri á fyrirfram ákveðnum dagsetningum á fyrirfram ákveðnu gengi svo að félagið gæti greitt af skuldum sínum í erlendri mynt með þeim hagnaði sem til varð í íslenskum krónum af rekstri fyrirtækjanna. Fyrir þessa þjónustu bankanna greiddi Exista háar þóknanir fyrirfram. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er því ranglega haldið fram að Exista hafi þann 21. október 2008 selt stærstan hluta þess gjaldeyris sem félagið hafði aflað á grundvelli gjaldeyrissamninganna. Staðreyndin er sú að þegar til kastanna kom og krónan gaf eftir þá gátu bankarnir ekki afhent Exista þann gjaldeyri sem þeir höfðu lofað. Þetta mátti hverjum manni vera ljóst enda á allra vitorði að engan gjaldeyri var að hafa í bönkunum þann 21. október 2008. Hvernig þessi endaleysa gat ratað inn í skýrsluna er mér óskiljanlegt. Ein skýringin er þó eflaust sú að enginn frá nefndinni talaði við mig né nokkurn annan mann innan Existasamstæðunnar við gerð skýrslunnar. Fróðlegt væri að heyra hvað umboðsmanni Alþingis fyndist ef stjórnvald tæki upp á því að viðhafa slík vinnubrögð við rannsókn mála. Spákaupmenn reyna að hagnast á sveiflum í gjaldeyri, en ábyrgir stjórnendur reyna að verja félög sín fyrir slíkum sveiflum. Aldrei var sú staða uppi að Exista gæti hagnast á lækkun krónunnar, spurningin var einungis hve mikið væri hægt að draga úr tjóni vegna mögulegrar lækkunar hennar. Þá er rétt að geta þess að Fjármálaeftirlitið skoðaði á árinu 2008 gjaldeyrisvarnir Exista, að ósk Seðlabankans, og komst að því að þær væru eðlilegar. "Mikilvægasta rannsókn allra tíma“Ekki má skilja orð mín á þann veg að allt hafi verið með besta móti hjá Exista. Vitaskuld gerði ég mörg mistök. Og augljóslega svo slæm, að ég tapaði lunganum af eignum mínum. Við rannsókn embættis sérstaks saksóknara (ESS) verður þó að gera greinarmun á refsiverðu athæfi og ákvörðunum sem reyndust slæmar. Mér sýnist margir beita vitneskju dagsins í dag við mat á réttmæti ákvarðana sem teknar voru í aðdraganda hrunsins. Halda því svo fram að ákvarðanir sem reyndust slæmar séu þar með refsiverðar. Á sama hátt og fjölmiðlar lofuðu bankana og viðskiptalífið fyrir hrun dásama þeir nú ESS. Handteknir menn eru gagnrýnislaust settir á forsíðurnar, allt eftir pöntun frá ESS, og húsleitir framkvæmdar nánast í beinni útsendingu (dæmi eru um að fjölmiðlar hafi verið mættir fyrir utan heimili sakborninga á undan húsleitarteymi ESS!). Græninginn Eva Joly gaf línuna. Hún sagði rannsóknina á bankahruninu hér vera hvorki meira né minna en „mikilvægustu rannsókn allra tíma í Evrópu." Þá sagði hún bankamenn vera glæpamenn og að jafnmikilvægt væri að heyja baráttuna gegn þeim í fjölmiðlum og fyrir dómstólum. Egill Helgason, Þorvaldur Gylfason og fleiri fögnuðu vaskri framgöngu Evu og minntu látalæti þeirra í kringum hana óþyrmilega mikið á hegðun bandarískra ungmeyja þegar þær komast í námunda við poppstirnið Justin Bieber. Ákæruþrjótar fagna handtökum„Fjármálaeftirlitið (FME) hefur undir styrkri stjórn Gunnars Þ. Andersen sent 67 mál til sérstaks saksóknara", skrifaði Þorvaldur Gylfason nýverið í Fréttablaðið og bætti við „FME sendir ekki frá sér önnur mál en þau, sem það telur líkleg til að leiða til sakfellingar." Seinheppni Þorvaldar ríður ekki við einteyming eins og aðdáun hans á Taílandi forðum, því að á sama tíma og grein Þorvaldar birtist, sátu héraðsdómarar við skrif sýknudóms í hinu svokallaða Exetermáli sem hófst einmitt með kæru frá FME og tilheyrandi látum í fjölmiðlum. Jafnframt er mér kunnugt um að fjöldi kærumála frá FME hafi verið látinn niður falla hjá ESS og því eru fullyrðingar prófessorsins kolrangar. Ég hef ekki kynnt mér Exetermálið sérstaklega, en niðurstaðan í héraðsdómi nú í vikunni ætti að vera fjölmiðlamönnum sem og hatursfullum ákæruþrjótum áminning um að enginn er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Alvarlegasta ásökunin á hendur Exista í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fullyrðingin um að félagið hafi reynt að hagnast á falli krónunnar. Höfundar skýrslunnar, sem franska stjórnmálakonan Eva Joly fullyrðir að sé sú eina sinnar tegundar í heiminum, vaða reyk í umfjöllun sinni. Þessi staðleysa eins og svo margt annað úr skýrslunni um Exista er svo étið upp í fjölmiðlum, meðal annars í leiðara DV um síðustu helgi. Þar fékkst enn ein staðfesting þess að þeir sem tala mest um réttlæti og sanngirni eru oft síst til þess fallnir. Augljóst er að sífelld skrif DV manna um hina „réttlátu reiði í samfélaginu" eru einungis hjúpur sem ætlað er að fela illgirni þeirra og mannfyrirlitningu. Fall krónunnar átti sér margar skýringar. Gjaldeyrisvarnir Exista á árunum 2007 og 2008 er ekki ein þeirra. Þegar eign er keypt er almennt skynsamlegt að lán sé tekið í sömu mynt og tekjustreymið sem eignin skapar. Sé keypt íbúð á Íslandi sem greiða á fyrir með íslenskum launatekjum þá er vitaskuld áhættuminnst að lánið fyrir íbúðinni sé í krónum. Þetta hefur reynslan kennt okkur nú, en auðvitað hlustuðu margir á sínum tíma á spakvitra aðjúnkta og gilda þáttastjórnendur sem ráðlögðu almenningi eindregið að taka fasteignalán í erlendum gjaldmiðli. Eðlilegar varnirExista fékk lán í erlendri mynt hjá um 40 erlendum og innlendum bönkum. Stundum gleymist að meirihluti lána Exista var tekinn hjá erlendum bönkum. Exista átti miklar eignir á Íslandi. Má þar helst nefna Kaupþing, VÍS, Símann og Lýsingu. Þegar af þessari ástæðu ætti flestum að vera ljóst að það var beinlínis andstætt hagsmunum Exista að gengi krónunnar félli þar eð slíkt leiddi óhjákvæmilega til versnandi afkomu félaganna. Og þar sem lán Exista í erlendri mynt voru umfram eignir í erlendri mynt voru gerðir gjaldmiðlasamningar. Slíkir samningar eru nú orðnir að skammaryrði hér á landi. Slíkt er þó álíka gáfulegt og telja það sérstakan ljóð á ráði manns að hann tryggi sig fyrir áföllum. Gjaldmiðlasamningunum var ætlað að tryggja að Exista gæti keypt gjaldeyri á fyrirfram ákveðnum dagsetningum á fyrirfram ákveðnu gengi svo að félagið gæti greitt af skuldum sínum í erlendri mynt með þeim hagnaði sem til varð í íslenskum krónum af rekstri fyrirtækjanna. Fyrir þessa þjónustu bankanna greiddi Exista háar þóknanir fyrirfram. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er því ranglega haldið fram að Exista hafi þann 21. október 2008 selt stærstan hluta þess gjaldeyris sem félagið hafði aflað á grundvelli gjaldeyrissamninganna. Staðreyndin er sú að þegar til kastanna kom og krónan gaf eftir þá gátu bankarnir ekki afhent Exista þann gjaldeyri sem þeir höfðu lofað. Þetta mátti hverjum manni vera ljóst enda á allra vitorði að engan gjaldeyri var að hafa í bönkunum þann 21. október 2008. Hvernig þessi endaleysa gat ratað inn í skýrsluna er mér óskiljanlegt. Ein skýringin er þó eflaust sú að enginn frá nefndinni talaði við mig né nokkurn annan mann innan Existasamstæðunnar við gerð skýrslunnar. Fróðlegt væri að heyra hvað umboðsmanni Alþingis fyndist ef stjórnvald tæki upp á því að viðhafa slík vinnubrögð við rannsókn mála. Spákaupmenn reyna að hagnast á sveiflum í gjaldeyri, en ábyrgir stjórnendur reyna að verja félög sín fyrir slíkum sveiflum. Aldrei var sú staða uppi að Exista gæti hagnast á lækkun krónunnar, spurningin var einungis hve mikið væri hægt að draga úr tjóni vegna mögulegrar lækkunar hennar. Þá er rétt að geta þess að Fjármálaeftirlitið skoðaði á árinu 2008 gjaldeyrisvarnir Exista, að ósk Seðlabankans, og komst að því að þær væru eðlilegar. "Mikilvægasta rannsókn allra tíma“Ekki má skilja orð mín á þann veg að allt hafi verið með besta móti hjá Exista. Vitaskuld gerði ég mörg mistök. Og augljóslega svo slæm, að ég tapaði lunganum af eignum mínum. Við rannsókn embættis sérstaks saksóknara (ESS) verður þó að gera greinarmun á refsiverðu athæfi og ákvörðunum sem reyndust slæmar. Mér sýnist margir beita vitneskju dagsins í dag við mat á réttmæti ákvarðana sem teknar voru í aðdraganda hrunsins. Halda því svo fram að ákvarðanir sem reyndust slæmar séu þar með refsiverðar. Á sama hátt og fjölmiðlar lofuðu bankana og viðskiptalífið fyrir hrun dásama þeir nú ESS. Handteknir menn eru gagnrýnislaust settir á forsíðurnar, allt eftir pöntun frá ESS, og húsleitir framkvæmdar nánast í beinni útsendingu (dæmi eru um að fjölmiðlar hafi verið mættir fyrir utan heimili sakborninga á undan húsleitarteymi ESS!). Græninginn Eva Joly gaf línuna. Hún sagði rannsóknina á bankahruninu hér vera hvorki meira né minna en „mikilvægustu rannsókn allra tíma í Evrópu." Þá sagði hún bankamenn vera glæpamenn og að jafnmikilvægt væri að heyja baráttuna gegn þeim í fjölmiðlum og fyrir dómstólum. Egill Helgason, Þorvaldur Gylfason og fleiri fögnuðu vaskri framgöngu Evu og minntu látalæti þeirra í kringum hana óþyrmilega mikið á hegðun bandarískra ungmeyja þegar þær komast í námunda við poppstirnið Justin Bieber. Ákæruþrjótar fagna handtökum„Fjármálaeftirlitið (FME) hefur undir styrkri stjórn Gunnars Þ. Andersen sent 67 mál til sérstaks saksóknara", skrifaði Þorvaldur Gylfason nýverið í Fréttablaðið og bætti við „FME sendir ekki frá sér önnur mál en þau, sem það telur líkleg til að leiða til sakfellingar." Seinheppni Þorvaldar ríður ekki við einteyming eins og aðdáun hans á Taílandi forðum, því að á sama tíma og grein Þorvaldar birtist, sátu héraðsdómarar við skrif sýknudóms í hinu svokallaða Exetermáli sem hófst einmitt með kæru frá FME og tilheyrandi látum í fjölmiðlum. Jafnframt er mér kunnugt um að fjöldi kærumála frá FME hafi verið látinn niður falla hjá ESS og því eru fullyrðingar prófessorsins kolrangar. Ég hef ekki kynnt mér Exetermálið sérstaklega, en niðurstaðan í héraðsdómi nú í vikunni ætti að vera fjölmiðlamönnum sem og hatursfullum ákæruþrjótum áminning um að enginn er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar