Erlent

Seinlæti herforingja mótmælt

Mótmælendur krefjast þess að málaferlum verði hraðað.
Mótmælendur krefjast þess að málaferlum verði hraðað. Nordicphotos/AFP
Meira en þúsund manns hafa meiðst í hörðum átökum lögreglu við mótmælendur í miðborg Kaíró tvo daga í röð. Hundruð ungmenna hafa safnast saman á götum miðborgarinnar til að krefjast þess að málaferlum gegn lögreglumönnum, sem sakaðir eru um hrottaskap, verði hraðað.

Mótmælendum þykir herforingjastjórnin, sem tók við völdum eftir að Hosni Mubarak forseti hraktist úr embætti snemma á árinu, hafa farið sér hægt í uppgjöri við ofbeldið, sem lögreglan er sökuð um að hafa beitt meðan Mubarak reyndi enn að berja niður mótmælin.

Aðfarir lögreglu og hers þá urðu til þess að um 850 mótmælendur létu lífið.

Aðgerðir lögreglunnar núna gegn mótmælendum þykja minna óþægilega mikið á aðfarir hennar í janúr og febrúar. Lögreglan hefur notað táragas og skotið af byssum upp í loftið, en mótmælendur kasta grjóti og eldsprengjum á móti.

Herforingjastjórnin hugðist stjórna til bráðabirgða og lofaði nýrri stjórnarskrá í haust.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×