Lífið

Frumlegur Grillmarkaður

Hrefna Rósa Sætran hlakkar til að prufukeyra nýjan matseðil fyrir gesti.
Hrefna Rósa Sætran hlakkar til að prufukeyra nýjan matseðil fyrir gesti. Mynd/HAG
Veitingastaðurinn Grillmarkaðurinn verður opnaður fyrir matargesti eftir helgi. Matreiðslumeistarinn Hrefna Rósa Sætran á og rekur staðinn og miðað við vinsældir Fiskmarkaðsins má búast við að nýji staðurinn muni einnig slá í gegn.

Staðurinn tekur hundrað og þrjátíu manns í sæti og íslensk náttúra höfð til hliðsjónar þegar staðurinn var innréttaður. „Við erum með stuðlaberg, mosavegg, hlýraroð og meira að segja trönur, eins og þær sem harðfiskurinn var þurrkaður á í gamla daga. Húsið sjálft er einnig mjög fallegt og í raun mun fallegra en ég hafði þorað að vona. Það er búið að leggja mikla vinnu í það bæði að utan og innan," segir Hrefna Rósa.

Matseðill veitingastaðarins er framandi og frumlegur í senn og hlakkar Hrefna Rósa mikið til þess að prufukeyra hann fyrir matargesti. Sérstöl opnun fer fram á fimmtudaginn þar sem Jón Gnarr, borgarstjóri, mun opna brunareitinn svonefnda.

-sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.