Er í tísku að nota munntóbak? Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifar 28. maí 2011 07:00 Margar ástæður eru taldar fyrir því að ungmenni byrji að fikta við vímuefni eins og tóbak, til að mynda forvitni, félagaþrýstingur, feimni eða ævintýralöngun. Á unglingsárunum vilja margir taka áhættu, prófa eitthvað nýtt og spennandi. Það sem getur hvatt til neyslu eru tískubylgjur og ýmis menningaráhrif. Fiktið leiðir þó ekki alltaf til ánetjunar, en er oftar en ekki fyrsta skrefið í þá átt. Margt hefur breyst í tímanna rás og skýrir aukningu á neyslu vímuefna meðal ungmenna, þar má nefna aukið framboð vímuefna, meiri fjárráð ungmenna, breytt unglingamenning sem hvetur til neyslu og svo aukið kynslóðabil þar sem ungmenni taka meiri ákvarðanir um lífshætti sína en áður fyrr. Neysla tóbaks er oft fyrsta skrefið í átt að neyslu annarra vímugjafa. Hvað er munntóbak?Munntóbak er sambland af tjöru og nikótíni, sem telja um 2.500 efni og eru a.m.k. 28 þeirra þekktir krabbameinsvaldar. Munntóbak er mjög sterkt í samanburði við sígarettuna, þ.e. sum eiturefnin eru í hærra hlutfalli í munntóbakinu heldur en í sígarettunni. Nikótínmagn getur verið allt að fjórfalt meira í munntóbaki heldur en í sígarettu. Nikótín er ávanabindandi efni og veldur mikilli fíkn. Samkvæmt nýlegri rannsókn er nikótínfíknin sterkari en hass- og heróínfíknin. Þeir sem byrja að nota tóbak í vör verða mjög fljótt háðir því vegna mikils magns nikótíns í tóbakinu. Flestir Íslendingar nota íslenska neftóbakið í vör í sinni munntóbaksneyslu. Margir þjappa tóbakinu í afklippta sprautu og setja það svo upp undir efri vör. Þó nokkuð er um að notað sé ólöglegt munntóbak sem er í pokum og kallast snus. Í rannsókn Capacent Gallup frá 2010 á tóbaksnotkun ungmenna á aldrinum 16-23 ára kemur í ljós að um 80% nota einungis íslenska neftóbakið í vör, en 4,8% snusið. Um 15% nota svo bæði íslenska neftóbakið og snusið í vör. Tíðnin og forvarnirMunntóbaksnotkun í aldurshópnum 16-23 ára hefur aukist á síðustu árum, en árið 2005 notuðu 5,6% munntóbak í þessum aldurshóp, 10,7% árið 2009 og 11% árið 2010. Stúlkur skekkja þessar notkunartölur verulega, en árið 2009-2010 notuðu um 20% drengja munntóbak, en einungis 1-2% stúlkna. Ljóst er að þessi ungmenni nota aðallega íslenska neftóbakið í vör, en sala á því hefur jafnframt aukist verulega undanfarin ár, eða úr 11,6 tonnum árið 2003 í 25,5 tonn árið 2010. Í könnunum Rannsóknar og greiningar við Háskólann í Reykjavík kemur fram að hlutfall nemenda í 8.-10. bekk grunnskóla sem hafa notað munntóbak einu sinni eða oftar á síðustu 30 dögum árið 2010 var um 5% í 8. bekk, um 7% í 9. bekk og ríflega 12% í 10. bekk. Í ljós kom að nemendur í þessum bekkjum sem stunda íþróttir nota ekkert síður munntóbak en þeir sem eru ekki í neinum íþróttum. Jafnframt kom í ljós að þeir nemendur sem stunduðu íþróttir notuðu mun síður áfengi og sígarettur en þeir sem voru ekki í neinum íþróttum. Forvarnir virðast því hafa skilað sér til íþróttakrakka varðandi áfengi og sígarettur, en ekki varðandi munntóbakið. Ætli munntóbaksnotkun sé ,,inn“ í dag, það sé ,,cool“ og flott að nota það, eða vita krakkarnir ekki hvaða áhrif munntóbak hefur? Veit þorri Íslendinga hvað reyklaust tóbak er í raun og veru? Miðað við þessa ,,tískutíma“ munntóbaks þurfa forvarnirnar að snúast að verulegu leyti um reyklausa tóbakið, þó svo forvarnir gagnvart reykingum megi ekki falla niður. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem gerð var á tóbaksvörnum í grunnskólum landsins fær þriðjungur 10. bekkinga engar tóbaksvarnir í skólum sínum. Ef litið er til rannsókna sem gerðar hafa verið í Háskóla Reykjavíkur á nemendum 10. bekkjar, þá aukast daglegar reykingar um þriðjung frá lokum 10. bekkjar til fyrstu mánaða í framhaldsskóla sama ár. Forvarnir eru því mjög mikilvægar í grunnskólum landsins og þurfa að halda út allan 10. bekkinn, ásamt því að byrja strax á yngsta stigi grunnskólans. Það er ekki nóg að nemendur taki upplýsta ákvörðun um að velja eða hafna ávana- og fíkniefnum eins og tóbaki, þegar þau eru byrjuð að fikta við það og jafnvel farin að nota það að verulegu marki. Tóbaksvarnir þurfa því að vera til staðar á öllum stigum skólastarfsins, sem og halda áfram í framhaldsskólum landsins. Samkvæmt aðalnámskrá grunn- og framhaldsskólanna eiga tóbaksvarnir að vera reglulega upp í gegnum skólagönguna, þó svo margir skólar framfylgi því ekki. Tóbaksvarnir eru hins vegar ekki einungis á herðum skóla landsins, heldur einnig á vegum okkar allra sem þjóðfélagsþegna þessa lands. Við erum öll fyrirmyndir og höfum öll áhrif á annað fólk í kringum okkur og sérstaklega þá sem eru ungir og enn í mótun. Við erum fyrirmyndir í leik og starfi og ekki síst sem foreldrar. Börn og unglingar undir 18 ára aldri hafa ekki leyfi, lögum samkvæmt, að kaupa tóbak. Kennum börnum og unglingum þessa lands að virða þau lög sem við setjum. Ljóst er að því yngri sem einstaklingurinn er þegar tóbaksnotkun hefst, því meiri heilsufarsleg áhrif hefur tóbakið. Líkami og líffæri sem eru í vexti eru mjög næm fyrir áhrifum tóbakseitursins. Jafnframt eru þeir sem byrja að nota tóbak ungir mun líklegri en aðrir til að nota mikið tóbak og til frambúðar. Hver mánuður og hvert ár sem börn og unglingar sleppa ávana- og fíkniefnum og þ.m.t. tóbakinu, skiptir verulegu máli fyrir heilbrigði og framtíð þeirra. Ísland hefur alla burði til að verða tóbakslaust í komandi framtíð, en til þess þurfum við öll að standa saman og segja ,,nei“ við tóbakinu. Þeir sem hafa orðið tóbakinu að bráð hafa alla burði til að hætta notkuninni og hinn 31. maí á ,,Degi án tóbaks“ eru línur Ráðgjafar í reykbindindi, sem hjálpar ekkert síður við að hætta munntóbaksnotkun sem og nikótínlyfjum, opnar frá kl. 10-22 í númerinu 800-6030 ykkur að kostnaðarlausu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Margar ástæður eru taldar fyrir því að ungmenni byrji að fikta við vímuefni eins og tóbak, til að mynda forvitni, félagaþrýstingur, feimni eða ævintýralöngun. Á unglingsárunum vilja margir taka áhættu, prófa eitthvað nýtt og spennandi. Það sem getur hvatt til neyslu eru tískubylgjur og ýmis menningaráhrif. Fiktið leiðir þó ekki alltaf til ánetjunar, en er oftar en ekki fyrsta skrefið í þá átt. Margt hefur breyst í tímanna rás og skýrir aukningu á neyslu vímuefna meðal ungmenna, þar má nefna aukið framboð vímuefna, meiri fjárráð ungmenna, breytt unglingamenning sem hvetur til neyslu og svo aukið kynslóðabil þar sem ungmenni taka meiri ákvarðanir um lífshætti sína en áður fyrr. Neysla tóbaks er oft fyrsta skrefið í átt að neyslu annarra vímugjafa. Hvað er munntóbak?Munntóbak er sambland af tjöru og nikótíni, sem telja um 2.500 efni og eru a.m.k. 28 þeirra þekktir krabbameinsvaldar. Munntóbak er mjög sterkt í samanburði við sígarettuna, þ.e. sum eiturefnin eru í hærra hlutfalli í munntóbakinu heldur en í sígarettunni. Nikótínmagn getur verið allt að fjórfalt meira í munntóbaki heldur en í sígarettu. Nikótín er ávanabindandi efni og veldur mikilli fíkn. Samkvæmt nýlegri rannsókn er nikótínfíknin sterkari en hass- og heróínfíknin. Þeir sem byrja að nota tóbak í vör verða mjög fljótt háðir því vegna mikils magns nikótíns í tóbakinu. Flestir Íslendingar nota íslenska neftóbakið í vör í sinni munntóbaksneyslu. Margir þjappa tóbakinu í afklippta sprautu og setja það svo upp undir efri vör. Þó nokkuð er um að notað sé ólöglegt munntóbak sem er í pokum og kallast snus. Í rannsókn Capacent Gallup frá 2010 á tóbaksnotkun ungmenna á aldrinum 16-23 ára kemur í ljós að um 80% nota einungis íslenska neftóbakið í vör, en 4,8% snusið. Um 15% nota svo bæði íslenska neftóbakið og snusið í vör. Tíðnin og forvarnirMunntóbaksnotkun í aldurshópnum 16-23 ára hefur aukist á síðustu árum, en árið 2005 notuðu 5,6% munntóbak í þessum aldurshóp, 10,7% árið 2009 og 11% árið 2010. Stúlkur skekkja þessar notkunartölur verulega, en árið 2009-2010 notuðu um 20% drengja munntóbak, en einungis 1-2% stúlkna. Ljóst er að þessi ungmenni nota aðallega íslenska neftóbakið í vör, en sala á því hefur jafnframt aukist verulega undanfarin ár, eða úr 11,6 tonnum árið 2003 í 25,5 tonn árið 2010. Í könnunum Rannsóknar og greiningar við Háskólann í Reykjavík kemur fram að hlutfall nemenda í 8.-10. bekk grunnskóla sem hafa notað munntóbak einu sinni eða oftar á síðustu 30 dögum árið 2010 var um 5% í 8. bekk, um 7% í 9. bekk og ríflega 12% í 10. bekk. Í ljós kom að nemendur í þessum bekkjum sem stunda íþróttir nota ekkert síður munntóbak en þeir sem eru ekki í neinum íþróttum. Jafnframt kom í ljós að þeir nemendur sem stunduðu íþróttir notuðu mun síður áfengi og sígarettur en þeir sem voru ekki í neinum íþróttum. Forvarnir virðast því hafa skilað sér til íþróttakrakka varðandi áfengi og sígarettur, en ekki varðandi munntóbakið. Ætli munntóbaksnotkun sé ,,inn“ í dag, það sé ,,cool“ og flott að nota það, eða vita krakkarnir ekki hvaða áhrif munntóbak hefur? Veit þorri Íslendinga hvað reyklaust tóbak er í raun og veru? Miðað við þessa ,,tískutíma“ munntóbaks þurfa forvarnirnar að snúast að verulegu leyti um reyklausa tóbakið, þó svo forvarnir gagnvart reykingum megi ekki falla niður. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem gerð var á tóbaksvörnum í grunnskólum landsins fær þriðjungur 10. bekkinga engar tóbaksvarnir í skólum sínum. Ef litið er til rannsókna sem gerðar hafa verið í Háskóla Reykjavíkur á nemendum 10. bekkjar, þá aukast daglegar reykingar um þriðjung frá lokum 10. bekkjar til fyrstu mánaða í framhaldsskóla sama ár. Forvarnir eru því mjög mikilvægar í grunnskólum landsins og þurfa að halda út allan 10. bekkinn, ásamt því að byrja strax á yngsta stigi grunnskólans. Það er ekki nóg að nemendur taki upplýsta ákvörðun um að velja eða hafna ávana- og fíkniefnum eins og tóbaki, þegar þau eru byrjuð að fikta við það og jafnvel farin að nota það að verulegu marki. Tóbaksvarnir þurfa því að vera til staðar á öllum stigum skólastarfsins, sem og halda áfram í framhaldsskólum landsins. Samkvæmt aðalnámskrá grunn- og framhaldsskólanna eiga tóbaksvarnir að vera reglulega upp í gegnum skólagönguna, þó svo margir skólar framfylgi því ekki. Tóbaksvarnir eru hins vegar ekki einungis á herðum skóla landsins, heldur einnig á vegum okkar allra sem þjóðfélagsþegna þessa lands. Við erum öll fyrirmyndir og höfum öll áhrif á annað fólk í kringum okkur og sérstaklega þá sem eru ungir og enn í mótun. Við erum fyrirmyndir í leik og starfi og ekki síst sem foreldrar. Börn og unglingar undir 18 ára aldri hafa ekki leyfi, lögum samkvæmt, að kaupa tóbak. Kennum börnum og unglingum þessa lands að virða þau lög sem við setjum. Ljóst er að því yngri sem einstaklingurinn er þegar tóbaksnotkun hefst, því meiri heilsufarsleg áhrif hefur tóbakið. Líkami og líffæri sem eru í vexti eru mjög næm fyrir áhrifum tóbakseitursins. Jafnframt eru þeir sem byrja að nota tóbak ungir mun líklegri en aðrir til að nota mikið tóbak og til frambúðar. Hver mánuður og hvert ár sem börn og unglingar sleppa ávana- og fíkniefnum og þ.m.t. tóbakinu, skiptir verulegu máli fyrir heilbrigði og framtíð þeirra. Ísland hefur alla burði til að verða tóbakslaust í komandi framtíð, en til þess þurfum við öll að standa saman og segja ,,nei“ við tóbakinu. Þeir sem hafa orðið tóbakinu að bráð hafa alla burði til að hætta notkuninni og hinn 31. maí á ,,Degi án tóbaks“ eru línur Ráðgjafar í reykbindindi, sem hjálpar ekkert síður við að hætta munntóbaksnotkun sem og nikótínlyfjum, opnar frá kl. 10-22 í númerinu 800-6030 ykkur að kostnaðarlausu.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun