Vatnavinir hljóta alþjóðleg verðlaun í arkitektúr 16. mars 2011 13:30 Olga Guðrún Sigfúsdóttir, arkitekt FAÍ og stundakennari við LHÍ, og Sigrún Birgisdóttir, arkitekt FAÍ, eru meðal stofnefnda Vatnavina. Fréttablaðið/GVA Vatnavinir hafa hlotið hin virtu alþjóðlegu verðlaun í arkitektúr Global Award for Sustainable Architecture 2011 fyrir verkefnið Heilsulandið Ísland. Locus Foundation standa árlega fyrir þessari verðlaunaveitingu sem er hugsuð sem viðurkenning til handa arkitektum fyrir framþróun á sviði sjálfbærni í arkitektúr. Olga Guðrún Sigfúsdóttir, arkitekt og meðlimur í Vatnavinum, segir hópnum sýndur mikill sómi og heiður með verðlaununum. „Við erum hæstánægð að hafa hlotið þessi virtu og eftirsóttu verðlaun. Þetta er mikil viðurkenning á þeirri ferðaþjónustu sem við höfum, ásamt fleiri aðilum, sveitafélögum, staðarhöldurum og ferðaþjónum, þróað í átt að sjálfbærni á Vestfjörðum, með því að vekja athygli ferðafólks og heimamanna á náttúrulaugum sem eru þar," segir Olga en hlutverk arkitekta í verkefninu hefur verið að leggja til hugmyndir að frekari uppbyggingu á ferðaþjónustu tengdri laugunum fyrir vestan. Verðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn. Yfir 200 tilnefningar bárust til þeirra í ár og eru Vatnavinir á meðal fimm aðila sem urðu hlutskarpastir að þessu sinni. Olga telur að þátttaka þeirra í samnorrænu sýningunni Manmade Environment í haust, sem helguð var sjálfbærum landslagsarkitektúr, hafi vakið athygli Locus á verkefninu og átt þátt í tryggja þeim verðlaunin. Fulltrúi hópsins flýgur svo utan til Parísar síðla maí til að veita þeim formlega viðtöku í Cité de l"Architecture. En hvaða þýðingu hafa verðlaun af þessu tagi? „Fyrir utan að ýta undir sjálfbærni og vera mikil viðurkenning á starfinu, eins og ég segi, þá verða þau vonandi til að vekja frekari athygli stjórnvalda á þessu fjölbreytta verkefni og fá þau þannig til að styðja og hlúa betur að því," segir Olga og getur þess að þegar hafi erlendir fjölmiðlar farið mjög lofsamlegum orðum um verkefnið Vatnavinir Vestfjarða. Það hafi að auki hlotið virtu Eden-ferðamálaverðlaunin í Brussel í fyrra, en þau eru árlega veitt þeim evrópsku áfangastöðum sem þykja nálgast ferðamennsku með nýjum og frumlegum hætti. „Vonandi verður þetta bara allt saman til þess að við Íslendingar uppgötvum hvar verðmætin liggja, í heita vatninu og einstakri náttúru," segir hún loks. roald@frettabladid.is Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Vatnavinir hafa hlotið hin virtu alþjóðlegu verðlaun í arkitektúr Global Award for Sustainable Architecture 2011 fyrir verkefnið Heilsulandið Ísland. Locus Foundation standa árlega fyrir þessari verðlaunaveitingu sem er hugsuð sem viðurkenning til handa arkitektum fyrir framþróun á sviði sjálfbærni í arkitektúr. Olga Guðrún Sigfúsdóttir, arkitekt og meðlimur í Vatnavinum, segir hópnum sýndur mikill sómi og heiður með verðlaununum. „Við erum hæstánægð að hafa hlotið þessi virtu og eftirsóttu verðlaun. Þetta er mikil viðurkenning á þeirri ferðaþjónustu sem við höfum, ásamt fleiri aðilum, sveitafélögum, staðarhöldurum og ferðaþjónum, þróað í átt að sjálfbærni á Vestfjörðum, með því að vekja athygli ferðafólks og heimamanna á náttúrulaugum sem eru þar," segir Olga en hlutverk arkitekta í verkefninu hefur verið að leggja til hugmyndir að frekari uppbyggingu á ferðaþjónustu tengdri laugunum fyrir vestan. Verðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn. Yfir 200 tilnefningar bárust til þeirra í ár og eru Vatnavinir á meðal fimm aðila sem urðu hlutskarpastir að þessu sinni. Olga telur að þátttaka þeirra í samnorrænu sýningunni Manmade Environment í haust, sem helguð var sjálfbærum landslagsarkitektúr, hafi vakið athygli Locus á verkefninu og átt þátt í tryggja þeim verðlaunin. Fulltrúi hópsins flýgur svo utan til Parísar síðla maí til að veita þeim formlega viðtöku í Cité de l"Architecture. En hvaða þýðingu hafa verðlaun af þessu tagi? „Fyrir utan að ýta undir sjálfbærni og vera mikil viðurkenning á starfinu, eins og ég segi, þá verða þau vonandi til að vekja frekari athygli stjórnvalda á þessu fjölbreytta verkefni og fá þau þannig til að styðja og hlúa betur að því," segir Olga og getur þess að þegar hafi erlendir fjölmiðlar farið mjög lofsamlegum orðum um verkefnið Vatnavinir Vestfjarða. Það hafi að auki hlotið virtu Eden-ferðamálaverðlaunin í Brussel í fyrra, en þau eru árlega veitt þeim evrópsku áfangastöðum sem þykja nálgast ferðamennsku með nýjum og frumlegum hætti. „Vonandi verður þetta bara allt saman til þess að við Íslendingar uppgötvum hvar verðmætin liggja, í heita vatninu og einstakri náttúru," segir hún loks. roald@frettabladid.is
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira