Ekkert dregur úr óánægju með stjórnmálaflokkana 28. febrúar 2011 07:00 Óánægja almennings með hefðbundna stjórnmálaflokka virðist síst á undanhaldi ef marka má hlutfall þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokkanna. Aðeins 52,5 prósent gáfu upp ákveðinn flokk þegar spurt var hvað fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú. Könnunin var gerð á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Af þeim sem ekki gáfu upp afstöðu sína sögðust um 22 prósent ekki ætla að mæta á kjörstað, eða ætla að mæta og skila auðu. Ellefu prósent sögðust óákveðin, og fjórtán prósent vildu ekki svara spurningunni. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkurinn. Af þeim sem afstöðu taka í könnuninni segjast 41,2 prósent styðja flokkinn. Heldur dregur úr stuðningnum frá síðustu könnun, sem gerð var 19. janúar síðastliðinn, þegar 43,4 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn naut stuðnings 23,7 prósenta í síðustu kosningum, og er því nærri tuttugu prósentustigum yfir kjörfylgi. Yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við niðurstöður könnunarinnar fengi flokkurinn 28 þingmenn, en er með sextán í dag. Alls sögðust 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna yrði gengið til kosninga nú. Það er nær óbreytt fylgi frá því í könnuninni í janúar. Flokkurinn fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum, og er því enn um fjögur prósentustig undir kjörfylgi. Samfylkingin fengi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sautján þingmenn, en er með 20 í dag. Heldur dregur úr stuðningi við Vinstri grænt samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Nú segjast 15,7 prósent styðja flokkinn, en 16,5 prósent sögðust myndu kjósa hann í síðustu könnun, sem gerð var 19. janúar síðastliðinn. Flokkurinn fékk 21,7 prósent atkvæða í kosningunum fyrir tæpum tveimur árum, og mælist því um sex prósentustigum undir kjörfylgi. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina félli þriðji hver þingmaður vinstri grænna af þingi. Flokkurinn fengi tíu menn kjörna en er í dag með fimmtán þingmenn. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins frá síðustu könnun. Flokkurinn mælist með stuðning 11,7 prósenta kjósenda nú, en 11,8 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn er því enn ríflega þremur prósentustigum undir kjörfylginu, sem var 14,8 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi miðað við þetta átta þingmenn, en er með níu í dag. Hreyfingin nýtur nú stuðnings 3,6 prósenta þeirra sem afstöðu taka í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fylgi flokksins hefur rokkað nokkuð upp og niður í könnunum, mældist 1,5 prósent í janúar síðastliðnum, en 3,6 prósent í febrúar í fyrra. Flokkurinn fengi ekki mann kjörinn yrðu þetta niðurstöður kosninga. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að auka nákvæmni niðurstöðunnar. Alls tóku 52,5 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Óánægja almennings með hefðbundna stjórnmálaflokka virðist síst á undanhaldi ef marka má hlutfall þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokkanna. Aðeins 52,5 prósent gáfu upp ákveðinn flokk þegar spurt var hvað fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú. Könnunin var gerð á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Af þeim sem ekki gáfu upp afstöðu sína sögðust um 22 prósent ekki ætla að mæta á kjörstað, eða ætla að mæta og skila auðu. Ellefu prósent sögðust óákveðin, og fjórtán prósent vildu ekki svara spurningunni. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkurinn. Af þeim sem afstöðu taka í könnuninni segjast 41,2 prósent styðja flokkinn. Heldur dregur úr stuðningnum frá síðustu könnun, sem gerð var 19. janúar síðastliðinn, þegar 43,4 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn naut stuðnings 23,7 prósenta í síðustu kosningum, og er því nærri tuttugu prósentustigum yfir kjörfylgi. Yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við niðurstöður könnunarinnar fengi flokkurinn 28 þingmenn, en er með sextán í dag. Alls sögðust 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna yrði gengið til kosninga nú. Það er nær óbreytt fylgi frá því í könnuninni í janúar. Flokkurinn fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum, og er því enn um fjögur prósentustig undir kjörfylgi. Samfylkingin fengi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sautján þingmenn, en er með 20 í dag. Heldur dregur úr stuðningi við Vinstri grænt samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Nú segjast 15,7 prósent styðja flokkinn, en 16,5 prósent sögðust myndu kjósa hann í síðustu könnun, sem gerð var 19. janúar síðastliðinn. Flokkurinn fékk 21,7 prósent atkvæða í kosningunum fyrir tæpum tveimur árum, og mælist því um sex prósentustigum undir kjörfylgi. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina félli þriðji hver þingmaður vinstri grænna af þingi. Flokkurinn fengi tíu menn kjörna en er í dag með fimmtán þingmenn. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins frá síðustu könnun. Flokkurinn mælist með stuðning 11,7 prósenta kjósenda nú, en 11,8 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn er því enn ríflega þremur prósentustigum undir kjörfylginu, sem var 14,8 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi miðað við þetta átta þingmenn, en er með níu í dag. Hreyfingin nýtur nú stuðnings 3,6 prósenta þeirra sem afstöðu taka í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fylgi flokksins hefur rokkað nokkuð upp og niður í könnunum, mældist 1,5 prósent í janúar síðastliðnum, en 3,6 prósent í febrúar í fyrra. Flokkurinn fengi ekki mann kjörinn yrðu þetta niðurstöður kosninga. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að auka nákvæmni niðurstöðunnar. Alls tóku 52,5 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira