Ekkert dregur úr óánægju með stjórnmálaflokkana 28. febrúar 2011 07:00 Óánægja almennings með hefðbundna stjórnmálaflokka virðist síst á undanhaldi ef marka má hlutfall þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokkanna. Aðeins 52,5 prósent gáfu upp ákveðinn flokk þegar spurt var hvað fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú. Könnunin var gerð á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Af þeim sem ekki gáfu upp afstöðu sína sögðust um 22 prósent ekki ætla að mæta á kjörstað, eða ætla að mæta og skila auðu. Ellefu prósent sögðust óákveðin, og fjórtán prósent vildu ekki svara spurningunni. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkurinn. Af þeim sem afstöðu taka í könnuninni segjast 41,2 prósent styðja flokkinn. Heldur dregur úr stuðningnum frá síðustu könnun, sem gerð var 19. janúar síðastliðinn, þegar 43,4 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn naut stuðnings 23,7 prósenta í síðustu kosningum, og er því nærri tuttugu prósentustigum yfir kjörfylgi. Yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við niðurstöður könnunarinnar fengi flokkurinn 28 þingmenn, en er með sextán í dag. Alls sögðust 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna yrði gengið til kosninga nú. Það er nær óbreytt fylgi frá því í könnuninni í janúar. Flokkurinn fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum, og er því enn um fjögur prósentustig undir kjörfylgi. Samfylkingin fengi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sautján þingmenn, en er með 20 í dag. Heldur dregur úr stuðningi við Vinstri grænt samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Nú segjast 15,7 prósent styðja flokkinn, en 16,5 prósent sögðust myndu kjósa hann í síðustu könnun, sem gerð var 19. janúar síðastliðinn. Flokkurinn fékk 21,7 prósent atkvæða í kosningunum fyrir tæpum tveimur árum, og mælist því um sex prósentustigum undir kjörfylgi. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina félli þriðji hver þingmaður vinstri grænna af þingi. Flokkurinn fengi tíu menn kjörna en er í dag með fimmtán þingmenn. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins frá síðustu könnun. Flokkurinn mælist með stuðning 11,7 prósenta kjósenda nú, en 11,8 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn er því enn ríflega þremur prósentustigum undir kjörfylginu, sem var 14,8 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi miðað við þetta átta þingmenn, en er með níu í dag. Hreyfingin nýtur nú stuðnings 3,6 prósenta þeirra sem afstöðu taka í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fylgi flokksins hefur rokkað nokkuð upp og niður í könnunum, mældist 1,5 prósent í janúar síðastliðnum, en 3,6 prósent í febrúar í fyrra. Flokkurinn fengi ekki mann kjörinn yrðu þetta niðurstöður kosninga. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að auka nákvæmni niðurstöðunnar. Alls tóku 52,5 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Óánægja almennings með hefðbundna stjórnmálaflokka virðist síst á undanhaldi ef marka má hlutfall þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokkanna. Aðeins 52,5 prósent gáfu upp ákveðinn flokk þegar spurt var hvað fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú. Könnunin var gerð á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Af þeim sem ekki gáfu upp afstöðu sína sögðust um 22 prósent ekki ætla að mæta á kjörstað, eða ætla að mæta og skila auðu. Ellefu prósent sögðust óákveðin, og fjórtán prósent vildu ekki svara spurningunni. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkurinn. Af þeim sem afstöðu taka í könnuninni segjast 41,2 prósent styðja flokkinn. Heldur dregur úr stuðningnum frá síðustu könnun, sem gerð var 19. janúar síðastliðinn, þegar 43,4 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn naut stuðnings 23,7 prósenta í síðustu kosningum, og er því nærri tuttugu prósentustigum yfir kjörfylgi. Yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við niðurstöður könnunarinnar fengi flokkurinn 28 þingmenn, en er með sextán í dag. Alls sögðust 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna yrði gengið til kosninga nú. Það er nær óbreytt fylgi frá því í könnuninni í janúar. Flokkurinn fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum, og er því enn um fjögur prósentustig undir kjörfylgi. Samfylkingin fengi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sautján þingmenn, en er með 20 í dag. Heldur dregur úr stuðningi við Vinstri grænt samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Nú segjast 15,7 prósent styðja flokkinn, en 16,5 prósent sögðust myndu kjósa hann í síðustu könnun, sem gerð var 19. janúar síðastliðinn. Flokkurinn fékk 21,7 prósent atkvæða í kosningunum fyrir tæpum tveimur árum, og mælist því um sex prósentustigum undir kjörfylgi. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina félli þriðji hver þingmaður vinstri grænna af þingi. Flokkurinn fengi tíu menn kjörna en er í dag með fimmtán þingmenn. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins frá síðustu könnun. Flokkurinn mælist með stuðning 11,7 prósenta kjósenda nú, en 11,8 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn er því enn ríflega þremur prósentustigum undir kjörfylginu, sem var 14,8 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi miðað við þetta átta þingmenn, en er með níu í dag. Hreyfingin nýtur nú stuðnings 3,6 prósenta þeirra sem afstöðu taka í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fylgi flokksins hefur rokkað nokkuð upp og niður í könnunum, mældist 1,5 prósent í janúar síðastliðnum, en 3,6 prósent í febrúar í fyrra. Flokkurinn fengi ekki mann kjörinn yrðu þetta niðurstöður kosninga. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að auka nákvæmni niðurstöðunnar. Alls tóku 52,5 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira