Enski boltinn

Dzeko samdi við City til 2015

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edin Dzeko.
Edin Dzeko. Nordic Photos / Bongarts
Bosníumaðurinn Edin Dzeko gekk í gærkvöldi í raðir Manchester City og gerði fjögurra og hálfs árs samning við félagið.

Dzeko er 24 ára gamall sóknarmaður og kemur frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Wolfsburg. Kaupverðið er sagt vera um 27 milljónir punda.

Hann mun líklega leika sinn fyrsta leik með City þegar að liðið mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

„Ég hef lengi verið orðaður við önnur félög en Wolfsburg fyldi ekki selja mig fyrr en í dag," sagði Dzeko í viðtali á heimasíðu City.

„Það var of mikið fjallað um þessi mál í fjölmiðlum en mér tókst þó að halda einbeitingu minni. Ég var þó alltaf spenntur fyrir City og ég er ánægður með að vera kominn til svo metnaðarfulls félags."

„Ég hef horft mikið á City í sjónvarpinu á tímabilinu og liðið hefur spilað vel. Nú þegar öllum vangaveltunum er lokið vil ég bara spila eins vel og ég get."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×