Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á opna hollenska meistaramótinu í badminton eftir tap í fyrstu umferð á móti tékknesku stúlkunni Kristina Gavnholt í dag.
Ragna stóð í þeirri tékknesku í fyrri lotunni sem hún tapaði 19-21 en í þeirri seinni gekk lítið upp og Kristina Gavnholt vann hana örugglega 21-11.
Gavnholt er í 53. sæti heimslistans en Ragna er í 64. sæti. Ragna er samkvæmt tilkynningu frá Badmintonsambandinu enn á góðri leið með því að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London.
Ragna úr leik í fyrstu umferð í Hollandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
