Segir forseta ekki hafa neitt val - verður að afhenda bréfin Helga Arnardóttir skrifar 13. maí 2011 18:45 Forsætisráðherra segir forseta Íslands ekki hafa neitt val þegar komi að því að afhenda fjölmiðlum afrit af bréfum hans til forsætisráðherra vegna setningar siðareglna fyrir forsetaembættið. Forsetinn hefur neitað að afhenda bréfin. Fréttastofa hefur áður fjallað um bréfasamskipti forsætisráðuneytisins og forsetaembættisins um setningu siðareglna fyrir forseta Íslands. Í bréfum til forsetans hefur forsætisráðherra ítrekað mikilvægi þess að hann setji embættinu siðareglur líkt og lagt er til í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þær reglur hafa ekki verið settar. Fréttastofa hefur greint frá inntaki allra bréfa forsætisráðuneytisins sem hún fékk afhent í krafti upplýsingalaga. Forsetaembættið hefur hins vegar synjað fréttastofu um afhendingu bréfs sem forsetinn ritar forsætisráðherra og hefur sú ákvörðun verið kærð til Úrskurðarnefndar upplýsingamála. Forsætisráðuneytið afhenti fréttastofu í gær fjórða bréfið sem Jóhanna Sigurðardóttir sendi forseta Íslands í lok mars. Þar kemur fram að starfsmenn beggja embætta hafi fundað um málið eftir að beiðni Stöðvar 2 um afhendingu bréfanna barst ráðuneytinu fyrir um tveimur mánuðum. Í þessu nýjasta bréfi er einnig greint frá því að ráðuneytið hyggist afhenda öll bréf sem það sendi til forsetans. Svarbréf forsetaembættisins verði hins vegar ekki birt að svö stöddu í ljósi andstöðu embættisins við það. Í bréfinu segir forsætisráðherra orðrétt: „Forsætisráðuneytið telur eftir sem áður að afhenda beri öll framangreind bréfskipti á grundvelli ákvæða núgildandi upplýsingalaga. Undirrituð telur því að embættin hafi ekkert val í þessu efni þar sem enga undanþáguheimild sé að finna í upplýsingalögum um skrifleg samskipti forseta og ráðherra hér á landi." Í lok bréfsins leggur Jóhanna mikla áherslu á að öll samskipti milli þeirra séu skrifleg og með formlegum hætti og segir: „Rétt er að benda á að forseti Ísland hefur sjálfur kosið að eiga skrifleg samskipti við forsætisráðherra og fjármálaráðherra þegar hann hefur upplýst um ákvörðun sína í þeim tveimur tilvikum sem hann hefur synjað lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave samninga staðfestingar." Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Forsætisráðherra segir forseta Íslands ekki hafa neitt val þegar komi að því að afhenda fjölmiðlum afrit af bréfum hans til forsætisráðherra vegna setningar siðareglna fyrir forsetaembættið. Forsetinn hefur neitað að afhenda bréfin. Fréttastofa hefur áður fjallað um bréfasamskipti forsætisráðuneytisins og forsetaembættisins um setningu siðareglna fyrir forseta Íslands. Í bréfum til forsetans hefur forsætisráðherra ítrekað mikilvægi þess að hann setji embættinu siðareglur líkt og lagt er til í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þær reglur hafa ekki verið settar. Fréttastofa hefur greint frá inntaki allra bréfa forsætisráðuneytisins sem hún fékk afhent í krafti upplýsingalaga. Forsetaembættið hefur hins vegar synjað fréttastofu um afhendingu bréfs sem forsetinn ritar forsætisráðherra og hefur sú ákvörðun verið kærð til Úrskurðarnefndar upplýsingamála. Forsætisráðuneytið afhenti fréttastofu í gær fjórða bréfið sem Jóhanna Sigurðardóttir sendi forseta Íslands í lok mars. Þar kemur fram að starfsmenn beggja embætta hafi fundað um málið eftir að beiðni Stöðvar 2 um afhendingu bréfanna barst ráðuneytinu fyrir um tveimur mánuðum. Í þessu nýjasta bréfi er einnig greint frá því að ráðuneytið hyggist afhenda öll bréf sem það sendi til forsetans. Svarbréf forsetaembættisins verði hins vegar ekki birt að svö stöddu í ljósi andstöðu embættisins við það. Í bréfinu segir forsætisráðherra orðrétt: „Forsætisráðuneytið telur eftir sem áður að afhenda beri öll framangreind bréfskipti á grundvelli ákvæða núgildandi upplýsingalaga. Undirrituð telur því að embættin hafi ekkert val í þessu efni þar sem enga undanþáguheimild sé að finna í upplýsingalögum um skrifleg samskipti forseta og ráðherra hér á landi." Í lok bréfsins leggur Jóhanna mikla áherslu á að öll samskipti milli þeirra séu skrifleg og með formlegum hætti og segir: „Rétt er að benda á að forseti Ísland hefur sjálfur kosið að eiga skrifleg samskipti við forsætisráðherra og fjármálaráðherra þegar hann hefur upplýst um ákvörðun sína í þeim tveimur tilvikum sem hann hefur synjað lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave samninga staðfestingar."
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira