Innlent

Gekk vel að ráða niðurlögum eldsins - töluverður reykur í byggingunni

Leifsstöð
Leifsstöð Mnd/Valli
Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í Leifsstöð á öðrum tímanum í dag, að sögn Ólafs Ásmundssonar, slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli. Eldurinn átti upptök sín í rafmagnsstofni fyrir ofan veitingastaðinn Nord á annari hæð.

„Það voru ekki margir í byggingunni, held það hafi verið um 40 farþegar, þannig að það varð ekkert kaos úr þessu" segir Ólafur en byggingin var rýmd þegar brunaviðvörunarkerfi í stöðinni fór í gang. Slökkviliðið á flugvellinum vinnur nú að því að reykræsta rýmið svo hægt sé að hleypa starfsfólki og farþegum aftur inn í bygginguna.

„Það er töluverður reykur af rafmagni en þetta er það stórt svæði að hann dreifðist svolítið. Það var ekki það mikill reykur að okkur stafaði hætta af honum."

Tildrög eldsins eru ókunn að sögn Ólafs, en engar reykskemmdir urðu í stöðinni. Skaðinn sé lítill og einangraður við rafmagnsstofninn. Hann sagðist sjá fram á að farþegum og starfsfólki yrði hleypt aftur inn í stöðina um hálf-þrjúleytið ef allt gengi vel.

Friðþór Eydal, hjá Isavia, segir í samtali við Vísi að ekki sé búist við miklum töfum á flugi vegna eldsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×