Losnaði undan 1,7 milljóna króna ábyrgð 13. janúar 2011 19:39 Samkomulag sem viðskiptaráðherra gerði við fjármálastofnanir árið 2001 kveður á um að skuldarar, sem fá meira en milljón að láni, verði að fara í greiðslumat. Fullorðinn maður losnaði undan sautján hundruð þúsund króna ábyrgð þar sem Landsbankinn lét undir höfuð leggjast að fylgja þessari verklagsreglu. Árið 2006 tóku Brynjólfur Smári Þorkelsson og unnusta hans yfirdráttarlán hjá Landsbankanum á Akranesi til bílakaupa. Þau bjuggu þá í Bandaríkjunum og fengu sautján hundruð þúsund krónur að láni en bankinn krafðist ábyrgðarmanns. „Við fengum tengdaföður minn til að skrifa undir þetta og þetta gekk eiginlega mjög hratt fyrir sig. Við vorum bara komin með peningana og bílinn á örskömmum tíma og allir voða ánægðir," segir Brynjólfur. Brynjólfur starfar við sölu fasteigna og varð fyrir fjárhagslegum þrengingum þegar fasteignamarkaðurinn hrundi. Þau lentu í vanskilum með yfirdráttarlánið og í fyrra náði innheimta bankans hámarki. Brynjólfur segir að tengdaföður hans hafi verið hótað nauðungarsölu. „Ég náttúrulega vildi ekki fara láta tengdaforeldra mína missa heimili sitt útaf sautján hundruð þúsund krónum." Brynjólfur benti bankanum þá á samkomulag sem Valgerður Sverrisdóttir þáverandi viðskiptaráðherra hafði gert við allar helstu fjármálastofnanir landsins árið 2001. Samskonar samkomulag hafði verið gert árið 1998. Í þriðju grein þess segir: Sé skuldaábyrgð eða veð sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu ber fjármálafyrirtæki að meta greiðslugetu greiðanda, nema ábyrgðarmaður óski sérstaklega eftir því með skriflegum hætti að svo verði ekki gert. Þá segir ennfremur að fjármálafyrirtækjum sé skylt að greiðslumeta skuldara fari lánsupphæð yfir eina milljón króna. Samkvæmt þessu þarf lántakandi að fara í greiðslumat áður en ábyrgðarmaður skrifar undir. Tryggt skal að ábyrgðarmaður geti kynnt sér niðurstöðu greiðslumatsins áður en hann gengst í ábyrgðina. Slíkt var ekki gert í tilviki Brynjólfs og konu hans þegar þau tóku lánið. Eftir að bankanum hafði verið bent á þetta samkomulag losnaði tengdafaðir hans undan ábyrgðinni. Brynjólfi og unnustu hans var verulega létt og náðu svo að semja um skuldina. „Það er hrikalegt að aðrir þurfi að taka á sig skuldir manns því maður vill sjálfur ganga frá sínum skuldum," segir Brynjólfur. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Samkomulag sem viðskiptaráðherra gerði við fjármálastofnanir árið 2001 kveður á um að skuldarar, sem fá meira en milljón að láni, verði að fara í greiðslumat. Fullorðinn maður losnaði undan sautján hundruð þúsund króna ábyrgð þar sem Landsbankinn lét undir höfuð leggjast að fylgja þessari verklagsreglu. Árið 2006 tóku Brynjólfur Smári Þorkelsson og unnusta hans yfirdráttarlán hjá Landsbankanum á Akranesi til bílakaupa. Þau bjuggu þá í Bandaríkjunum og fengu sautján hundruð þúsund krónur að láni en bankinn krafðist ábyrgðarmanns. „Við fengum tengdaföður minn til að skrifa undir þetta og þetta gekk eiginlega mjög hratt fyrir sig. Við vorum bara komin með peningana og bílinn á örskömmum tíma og allir voða ánægðir," segir Brynjólfur. Brynjólfur starfar við sölu fasteigna og varð fyrir fjárhagslegum þrengingum þegar fasteignamarkaðurinn hrundi. Þau lentu í vanskilum með yfirdráttarlánið og í fyrra náði innheimta bankans hámarki. Brynjólfur segir að tengdaföður hans hafi verið hótað nauðungarsölu. „Ég náttúrulega vildi ekki fara láta tengdaforeldra mína missa heimili sitt útaf sautján hundruð þúsund krónum." Brynjólfur benti bankanum þá á samkomulag sem Valgerður Sverrisdóttir þáverandi viðskiptaráðherra hafði gert við allar helstu fjármálastofnanir landsins árið 2001. Samskonar samkomulag hafði verið gert árið 1998. Í þriðju grein þess segir: Sé skuldaábyrgð eða veð sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu ber fjármálafyrirtæki að meta greiðslugetu greiðanda, nema ábyrgðarmaður óski sérstaklega eftir því með skriflegum hætti að svo verði ekki gert. Þá segir ennfremur að fjármálafyrirtækjum sé skylt að greiðslumeta skuldara fari lánsupphæð yfir eina milljón króna. Samkvæmt þessu þarf lántakandi að fara í greiðslumat áður en ábyrgðarmaður skrifar undir. Tryggt skal að ábyrgðarmaður geti kynnt sér niðurstöðu greiðslumatsins áður en hann gengst í ábyrgðina. Slíkt var ekki gert í tilviki Brynjólfs og konu hans þegar þau tóku lánið. Eftir að bankanum hafði verið bent á þetta samkomulag losnaði tengdafaðir hans undan ábyrgðinni. Brynjólfi og unnustu hans var verulega létt og náðu svo að semja um skuldina. „Það er hrikalegt að aðrir þurfi að taka á sig skuldir manns því maður vill sjálfur ganga frá sínum skuldum," segir Brynjólfur.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira