Erlent

Þúsundasta hjónabandi samkynhneigðra fagnað í Mexíkóborg

Þeir Jorge Saavedra og Gabriel Rodriguez giftu sig í Mexíkóborg á alþjóðlega alnæmisdeginum, þann 1. desember 2010.
Þeir Jorge Saavedra og Gabriel Rodriguez giftu sig í Mexíkóborg á alþjóðlega alnæmisdeginum, þann 1. desember 2010. Mynd/AFP
Eitt þúsund hjónavígslur samkynhneigðra hafa farið fram í Mexíkóborg frá því hjónaband samkynhneigðra var gert löglegt í borginni, í mars 2010.

Mexíkóborg var fyrsta borgin í rómönsku Ameríku til að lögleiða hjónaband fólks af sama kyni, og bjuggust yfirvöld því við auknum straumi ferðamanna í kjölfar lagabreytingarinnar, en samkvæmt tölum frá yfirvöldum eru 6% þeirra samkynhneigðu para sem hafa gift sig i borginni af erlendu bergi brotin.

Af þessum þúsund fyrstu hjónaböndum voru það 1096 karlmenn sem gengu í það heilaga og 904 konur, og voru um 85% hjónaefnanna yfir þrítugu.

Þúsundasta hjónavígslan fór fram síðastliðinn sunnudag, þegar 37 ára gamall mexíkóskur fræðimaður og 29 ára gamall hollenskur maður voru gefnir saman.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×