Vel hægt að útrýma biðröðum - biðlar til hjálparsamtaka 2. janúar 2011 19:04 Það er vel hægt að útrýma biðröðum hjálparsamtaka strax á þessu ári. Þetta segir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar. Stór hluti fólks sem stendur í biðröðum eftir matargjöfum sé ekki í neyð en þurfi ef til vill að læra að fara með peninga. Vilborg Oddsdóttir, sem hefur umsjón með hjálparstarfi Kirkjunnar innanlands tekur undir með forsetanum, sem sagði í nýársávarpi sínum að biðraðir eftir mat væri smánarblettur á íslensku samfélagi. Hún segir að hjálparstarf kirkjunnar hafi aldrei látið fólk standa í biðröð eftir aðstoð. „Það hefði átt að vera búið að útrýma þessum biðröðum fyrir löngu. Það krefst samt sameigins átaks hjálparstofnanna þriggja og samstarfs hins opinbera því þetta kostar bæði peninga og hugarfarsbreytingu. Við höfum verið að vinna öðruvísi því við lítum svo á að hjálparstarf sé neyðaraðstoð þegar fólk á ekki í önnur hús að venda en það getur ekki mætt til okkar viku eftir viku og hjá okkur þarf fólk að sýna fram á að það þurfi á aðstoð að halda," segir Vilborg. Hún bendir auk þess á að hjá þeim starfi félagsráðgjafi sem reyni að aðstoða fólk til að breyta lífi sínu og komast úr þeim aðstæðum sem valda því að það þarf að leita sér aðstoðar. Hún telur að biðraðir brjóti niður virðingu fólks og hafi eyðileggjandi áhrif á fólk. Þá hafi myndast einhvers konar menning sem skaði fólk í kringum þessar raðir. „Við þurfum að líta öðruvísi á þessi mál og reyna kenna fólk að forgangsraða og hvað er nauðsynlegt og hvað ekki," segir Vilborg. Hún segir að lægstu launin í samfélaginu séu helsta vandamálið. Erfitt sé að hækka grunnframfærsluna á meðan lægstu launin séu svona lág. „Ég veit það alveg að þetta fólk þarf ekki allt á hjálp að halda og er ekki allt í neyð heldur líta sumir á þetta sem hluta af framfærslunni." Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Það er vel hægt að útrýma biðröðum hjálparsamtaka strax á þessu ári. Þetta segir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar. Stór hluti fólks sem stendur í biðröðum eftir matargjöfum sé ekki í neyð en þurfi ef til vill að læra að fara með peninga. Vilborg Oddsdóttir, sem hefur umsjón með hjálparstarfi Kirkjunnar innanlands tekur undir með forsetanum, sem sagði í nýársávarpi sínum að biðraðir eftir mat væri smánarblettur á íslensku samfélagi. Hún segir að hjálparstarf kirkjunnar hafi aldrei látið fólk standa í biðröð eftir aðstoð. „Það hefði átt að vera búið að útrýma þessum biðröðum fyrir löngu. Það krefst samt sameigins átaks hjálparstofnanna þriggja og samstarfs hins opinbera því þetta kostar bæði peninga og hugarfarsbreytingu. Við höfum verið að vinna öðruvísi því við lítum svo á að hjálparstarf sé neyðaraðstoð þegar fólk á ekki í önnur hús að venda en það getur ekki mætt til okkar viku eftir viku og hjá okkur þarf fólk að sýna fram á að það þurfi á aðstoð að halda," segir Vilborg. Hún bendir auk þess á að hjá þeim starfi félagsráðgjafi sem reyni að aðstoða fólk til að breyta lífi sínu og komast úr þeim aðstæðum sem valda því að það þarf að leita sér aðstoðar. Hún telur að biðraðir brjóti niður virðingu fólks og hafi eyðileggjandi áhrif á fólk. Þá hafi myndast einhvers konar menning sem skaði fólk í kringum þessar raðir. „Við þurfum að líta öðruvísi á þessi mál og reyna kenna fólk að forgangsraða og hvað er nauðsynlegt og hvað ekki," segir Vilborg. Hún segir að lægstu launin í samfélaginu séu helsta vandamálið. Erfitt sé að hækka grunnframfærsluna á meðan lægstu launin séu svona lág. „Ég veit það alveg að þetta fólk þarf ekki allt á hjálp að halda og er ekki allt í neyð heldur líta sumir á þetta sem hluta af framfærslunni."
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira