Innlent

Á fjórða tug lést í vinnuslysum á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls bárust 15.686 tilkynningar um vinnuslys til Vinnueftirlitsins á liðnum áratug, eða á tímabilinu 1. janúar 2001 til 31. desember 2010.

Af þessum slysum voru 32 banaslys, 203 starfsmenn hættu starfi óvinnufærir, 768 komu ekki til starfa fyrr en eftir 14 daga og 8791 starfsmaður var meira en þrjá daga frá vinnu vegna þessarra slysa. Upplýsingar um síðkomnar afleiðingar vinnuslysanna liggja hins vegar ekki fyrir.

Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir mikilvægt að fólk áhættumeti störf sín og að gripið sé til viðeigandi forvarna til að draga úr hættu á slysum. Stefna beri að því að engin slys verði í fyrirtækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×