Vatn frá bílaplani skóp holuna 29. júlí 2011 05:45 Vegurinn niður Almannagjá liggur ofan á uppfyllingu og jarðskjálftar losuðu um steinana. Vatnsagi gróf síðan undan veginum og skapaði jarðfallið. Vatn frá bílaplani ofan við Almannagjá sytraði undir veginn niður gjána og varð til þess að jarðfall myndaðist á veginum. Losnað hafði um uppfyllinguna í jarðskjálftunum 2000 og 2008 og regn- og yfirborðsvatn gróf síðan undan veginum og því fór sem fór. Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, segir að farið verði í umfangsmiklar endurbætur á planinu. Það var lagt árið 1974 í tilefni 1.100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Síðan hefur ekkert verið átt við planið. Frágangur þar verður lagaður og nýtt dren lagt, sem beinir vatninu annað. Samkvæmt deiliskipulagi og ákvörðun nefndarinnar fær planið nýtt hlutverk og bílum verður úthýst þaðan. Álfheiður segir að nýja gjáin sem myndaðist á veginum, sem nefndur er Kárastaðastígur, verði varðveitt. Ýmsar leiðir eru nefndar til sögunnar, meðal annars að leggja harðplast eða plexígler yfir holuna eða koma þar fyrir stálgrind. Jafnvel kemur til greina að koma lýsingu fyrir ofan í gjánni svo gestir geti virt hana betur fyrir sér. Kostnaður nemur 22 til 38 milljónum króna, eftir því hvaða leið verður fyrir valinu. Líklegast er að kostnaður verði á bilinu 22 til 25 milljónir króna. Fyrstu framkvæmdir við veginn voru gerðar árið 1830 og hann síðan fullkláraður fyrir konungskomuna árið 1907. Álfheiður segir að eingöngu sé um uppfyllingu að ræða og skjálftarnir og vatnið hafi því grafið undan veginum.- kóp Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vatn frá bílaplani ofan við Almannagjá sytraði undir veginn niður gjána og varð til þess að jarðfall myndaðist á veginum. Losnað hafði um uppfyllinguna í jarðskjálftunum 2000 og 2008 og regn- og yfirborðsvatn gróf síðan undan veginum og því fór sem fór. Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, segir að farið verði í umfangsmiklar endurbætur á planinu. Það var lagt árið 1974 í tilefni 1.100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Síðan hefur ekkert verið átt við planið. Frágangur þar verður lagaður og nýtt dren lagt, sem beinir vatninu annað. Samkvæmt deiliskipulagi og ákvörðun nefndarinnar fær planið nýtt hlutverk og bílum verður úthýst þaðan. Álfheiður segir að nýja gjáin sem myndaðist á veginum, sem nefndur er Kárastaðastígur, verði varðveitt. Ýmsar leiðir eru nefndar til sögunnar, meðal annars að leggja harðplast eða plexígler yfir holuna eða koma þar fyrir stálgrind. Jafnvel kemur til greina að koma lýsingu fyrir ofan í gjánni svo gestir geti virt hana betur fyrir sér. Kostnaður nemur 22 til 38 milljónum króna, eftir því hvaða leið verður fyrir valinu. Líklegast er að kostnaður verði á bilinu 22 til 25 milljónir króna. Fyrstu framkvæmdir við veginn voru gerðar árið 1830 og hann síðan fullkláraður fyrir konungskomuna árið 1907. Álfheiður segir að eingöngu sé um uppfyllingu að ræða og skjálftarnir og vatnið hafi því grafið undan veginum.- kóp
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira