Tvöfaldur ávinningur með íslensku viðmóti Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. janúar 2011 00:00 Halldór Jörgensson Nærri fjórðungur notar íslenskt viðmót Windows-stýrikerfisins í tölvum, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir Microsoft á Íslandi. Fyrir tveimur árum var hlutfallið 16,5 prósent. Breytingin er öllu meiri þegar horft er til yngsta hópsins. Fyrir tveimur árum notuðu bara tvö prósent 16 til 24 ára ungmenna íslenskt viðmót. Núna gera það 11 prósent. Microsoft gefur í dag út íslenska þýðingu á skrifstofuhugbúnaðinum Office 2010, en notendur geta sótt sér hana að kostnaðarlausu á microsoft.is. Með í pakkanum er íslensk stafsetningarorðabók. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segir þýðinguna mikið og kostnaðarsamt verk. „Þetta eru mörg orð og mörg nýyrði,“ segir hann. Tíu ár séu síðan fyrsta íslenska þýðingin á Windows var afhent Birni Bjarnasyni, þá menntamálaráðherra. Nú sé hins vegar flestur hugbúnaður Microsoft fáanlegur á íslensku. „Og meira er á leiðinni því verið er að ljúka þýðingu á Windows Live-þjónustunum. Undir þær falla til dæmis MSN og Hotmail.“Halldór segir ánægjulegt að sjá í könnun Capacent Gallup aukna notkun íslensks notendaviðmóts, en frá árinu 2008 hafi notkun á vinnustöðum farið úr 16 prósentum í 23 prósent. Þá hafi eins prósents aukning orðið á notkun heimila. Hann segir hins vegar koma á óvart að notkun íslenskrar þýðingar Windows-stýrikerfisins í skólum dragist saman milli mælinga, fari úr 16 prósentum í tæp 12 prósent. „Ekki síst kemur þetta á óvart þar sem íslensk málstefna var samþykkt á Alþingi 2009, en í henni er kveðið á um að í lok árs 2012 skuli sem flestur tölvubúnaður í skólum vera með íslensku viðmóti,“ segir Halldór, en bendir um leið á að nýja könnunin nái í raun bara til ungmenna á framhaldsskólaaldri. „Staðan kann að vera betri í grunnskólum.“ Halldór bendir á að komið hafi fram í rannsókn á málskilningi barna að þau sem noti móðurmál sitt í tölvunni öðlist við það dýpri skilning á hugtökum og virkni. „Og í raun er þarna um tvöfaldan ávinning að ræða, því hugtakaskilningur sem næst með notkun móðurmálsins yfirfærist svo á enskuna ef börnin skipta yfir í það viðmót síðar. Það virkar hins vegar ekki í hina áttina,“ segir hann. Einfalt er að breyta viðmóti hugbúnaðarins þegar nýtt tungumál hefur verið sett upp og hægt að skipta fram og til baka eftir hentugleikum. Halldór segir reynsluna sýna að best gangi að innleiða nýtt tungumál þegar notendur fái sjálfir að ráða. „Til dæmis má benda á að flestir notendur Facebook hér á landi eru með íslenskt viðmót á síðunni.“ Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Nærri fjórðungur notar íslenskt viðmót Windows-stýrikerfisins í tölvum, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir Microsoft á Íslandi. Fyrir tveimur árum var hlutfallið 16,5 prósent. Breytingin er öllu meiri þegar horft er til yngsta hópsins. Fyrir tveimur árum notuðu bara tvö prósent 16 til 24 ára ungmenna íslenskt viðmót. Núna gera það 11 prósent. Microsoft gefur í dag út íslenska þýðingu á skrifstofuhugbúnaðinum Office 2010, en notendur geta sótt sér hana að kostnaðarlausu á microsoft.is. Með í pakkanum er íslensk stafsetningarorðabók. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segir þýðinguna mikið og kostnaðarsamt verk. „Þetta eru mörg orð og mörg nýyrði,“ segir hann. Tíu ár séu síðan fyrsta íslenska þýðingin á Windows var afhent Birni Bjarnasyni, þá menntamálaráðherra. Nú sé hins vegar flestur hugbúnaður Microsoft fáanlegur á íslensku. „Og meira er á leiðinni því verið er að ljúka þýðingu á Windows Live-þjónustunum. Undir þær falla til dæmis MSN og Hotmail.“Halldór segir ánægjulegt að sjá í könnun Capacent Gallup aukna notkun íslensks notendaviðmóts, en frá árinu 2008 hafi notkun á vinnustöðum farið úr 16 prósentum í 23 prósent. Þá hafi eins prósents aukning orðið á notkun heimila. Hann segir hins vegar koma á óvart að notkun íslenskrar þýðingar Windows-stýrikerfisins í skólum dragist saman milli mælinga, fari úr 16 prósentum í tæp 12 prósent. „Ekki síst kemur þetta á óvart þar sem íslensk málstefna var samþykkt á Alþingi 2009, en í henni er kveðið á um að í lok árs 2012 skuli sem flestur tölvubúnaður í skólum vera með íslensku viðmóti,“ segir Halldór, en bendir um leið á að nýja könnunin nái í raun bara til ungmenna á framhaldsskólaaldri. „Staðan kann að vera betri í grunnskólum.“ Halldór bendir á að komið hafi fram í rannsókn á málskilningi barna að þau sem noti móðurmál sitt í tölvunni öðlist við það dýpri skilning á hugtökum og virkni. „Og í raun er þarna um tvöfaldan ávinning að ræða, því hugtakaskilningur sem næst með notkun móðurmálsins yfirfærist svo á enskuna ef börnin skipta yfir í það viðmót síðar. Það virkar hins vegar ekki í hina áttina,“ segir hann. Einfalt er að breyta viðmóti hugbúnaðarins þegar nýtt tungumál hefur verið sett upp og hægt að skipta fram og til baka eftir hentugleikum. Halldór segir reynsluna sýna að best gangi að innleiða nýtt tungumál þegar notendur fái sjálfir að ráða. „Til dæmis má benda á að flestir notendur Facebook hér á landi eru með íslenskt viðmót á síðunni.“
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira