Iðnir innbrotsþjófar - „Með því stærra sem við höfum séð" 4. febrúar 2011 12:13 Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að innbrotsþjófarnir þrír sem játað hafa á sig um 70 innbrot á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim stórtækari sem lögreglan hefur náð í. Fyrstu brotin voru framin fyrir um tveimur árum síðan. Innbrotum af þessu tagi fækkaði eftir að mennirnir voru settir í gæsluvarðhald. Óhætt er að segja að þetta sé eitt stærsta mál sinnar tegundar hér á landi. Í byrjun október síðastliðinn fór að bera á aukningu innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru framin með svipuðum hætti það er um miðjan dag þegar fólk var að heiman, og virtust þjófarnir helst hafa áhuga á skartgripum, tölvubúnaði, flatskjám og fleira í þeim dúr. Fyrstu innbrotin voru framin í Kópavogi og Breiðholti en færðust svo yfir til Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Grunur beindist að ákveðnum mönnum og voru þeir yfirheyrðir án þess að niðurstaða fengist. Laugardaginn 15. janúar síðastliðinn var einn þessara manna handtekinn vegna gruns um innbrot í heimahús í Mosfellsbæ. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið sem taldir voru meðsekir, og í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur haft veg og vanda að rannsókninni: „Það liggur fyrir játning á innbrotum í um fimmtíu heimahús og um tuttugu innbrot í gistiheimili og hótel. Það tekur sinn tíma að finna út úr þessu og rannsaka, rannsóknni er viðamikil og hefur staðið yfir frá því þessir menn voru handteknir," segir Árni. Þremenningarnir, tveir 17 ára piltar og 23 ára karlmaður eru allir útlendingar búsettir hér á landi. Árni vekur athygli á því að lögregla muni setja sig í samband við brotaþola á næstu dögum varðandi bótakröfur, en rannsókn er enn ólokið. En hvað með stærðargráðuna, er þetta með því stærra sem hefur verið upplýst hér á landi? „Ég held það sé óhætt að fullyrða að svo sé. Þetta er með því stærra en endanleg verðmæti liggja ekki fyrir núna. Það á eftir að skoða það og kortleggja áður en rannsókn lýkur. Tengdar fréttir Þremenningar játa sjötíu innbrot - tveir þeirra eru 17 ára Þrír útlendingar sem búa á landsbyggðinni hafa játað að hafa framið um sjötíu innbrot hér á landi á síðustu mánuðum. 4. febrúar 2011 10:55 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að innbrotsþjófarnir þrír sem játað hafa á sig um 70 innbrot á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim stórtækari sem lögreglan hefur náð í. Fyrstu brotin voru framin fyrir um tveimur árum síðan. Innbrotum af þessu tagi fækkaði eftir að mennirnir voru settir í gæsluvarðhald. Óhætt er að segja að þetta sé eitt stærsta mál sinnar tegundar hér á landi. Í byrjun október síðastliðinn fór að bera á aukningu innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru framin með svipuðum hætti það er um miðjan dag þegar fólk var að heiman, og virtust þjófarnir helst hafa áhuga á skartgripum, tölvubúnaði, flatskjám og fleira í þeim dúr. Fyrstu innbrotin voru framin í Kópavogi og Breiðholti en færðust svo yfir til Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Grunur beindist að ákveðnum mönnum og voru þeir yfirheyrðir án þess að niðurstaða fengist. Laugardaginn 15. janúar síðastliðinn var einn þessara manna handtekinn vegna gruns um innbrot í heimahús í Mosfellsbæ. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið sem taldir voru meðsekir, og í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur haft veg og vanda að rannsókninni: „Það liggur fyrir játning á innbrotum í um fimmtíu heimahús og um tuttugu innbrot í gistiheimili og hótel. Það tekur sinn tíma að finna út úr þessu og rannsaka, rannsóknni er viðamikil og hefur staðið yfir frá því þessir menn voru handteknir," segir Árni. Þremenningarnir, tveir 17 ára piltar og 23 ára karlmaður eru allir útlendingar búsettir hér á landi. Árni vekur athygli á því að lögregla muni setja sig í samband við brotaþola á næstu dögum varðandi bótakröfur, en rannsókn er enn ólokið. En hvað með stærðargráðuna, er þetta með því stærra sem hefur verið upplýst hér á landi? „Ég held það sé óhætt að fullyrða að svo sé. Þetta er með því stærra en endanleg verðmæti liggja ekki fyrir núna. Það á eftir að skoða það og kortleggja áður en rannsókn lýkur.
Tengdar fréttir Þremenningar játa sjötíu innbrot - tveir þeirra eru 17 ára Þrír útlendingar sem búa á landsbyggðinni hafa játað að hafa framið um sjötíu innbrot hér á landi á síðustu mánuðum. 4. febrúar 2011 10:55 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Þremenningar játa sjötíu innbrot - tveir þeirra eru 17 ára Þrír útlendingar sem búa á landsbyggðinni hafa játað að hafa framið um sjötíu innbrot hér á landi á síðustu mánuðum. 4. febrúar 2011 10:55