Innlent

Neyddu sjósundkappa á spítala

Sjósund. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Sjósund. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd Anton Brink
Aðfaranótt laugardagsins fékk lögreglan á Vestfjörðum tilkynningu um mann í sjónum við Hólmavík.  

Var maðurinn á sundi og stefndi frá landi.  

Björgunarsveit var kölluð til með viðeigandi búnað.  Náðu björgunarsveitarmenn manninum, sem var ekkert á því að koma í land. 

Var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en líkamshiti hans var farinn að lækka talsvert.  Ekki gat maðurinn gert neina grein fyrir háttarlagi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×