Vel tekið í hugmyndir um risatónleika á Klambratúni 20. desember 2011 11:30 Kári Sturluson vill girða af Klambratúnið fyrir mikla tónleikaveislu þar sem einnig verða leiktæki fyrir börnin. Íbúi í hverfinu er ekkert sérstaklega hrifinn og segir hljóðmengunina verða svo sannarlega fyrir hendi. Mynd/Toggi Umhverfis-og samgönguráð Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í síðustu viku að fresta afgreiðslu á erindi Kára Sturlusonar tónleikahaldara. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá vill Kári halda veglega tónleikaveislu á Klambratúni næsta sumar. Hugmyndir Kára eru metnaðargjarnar en hann vill meðal annars girða Klambratúnið af og rukka þar inn. Samkvæmt teikningu, sem var látin fylgja með til umhverfis-og samgönguráðs, er augljóst að Kári hefur ekki eingöngu tónleikahald í huga heldur er gert ráð fyrir leiktækjum og öðrum skemmtunum fyrir alla fjölskylduna. Hugmyndin er að Klambratún verði lagt undir stórtónleika frá hádegi til miðnættis einn dag næsta sumar. Í umsögn Sifjar Gunnarsdóttur, forstöðumanns Höfuðborgarstofu, frá 7. september telur hún að miðað við þær upplýsingar sem liggi fyrir sé ómögulegt að veita aðra umsögn en þá að full ástæða sé til að fá ítarlegri upplýsingar um hugmyndina og taka á móti þeim með opnu hugarfari. Sif nefnir jafnframt Sigur Rósar-tónleikana árið 2006, sem hátt í 20 þúsund manns sóttu, og segir að þeir hafi gengið ákaflega vel fyrir sig, tónleikahaldarinn hafi staðið við allar áætlanir. Kári var einmitt einn þeirra sem stóðu að þeim tónleikum. Kári Sturluson segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið beðinn um frekari upplýsingar, hann bíði einfaldlega afgreiðslu hjá Reykjavíkurborg. Kári segir það liggja nokkuð ljóst fyrir að ef þetta verði að veruleika muni erlend stórhljómsveit verða aðalnúmerið, engin íslensk hljómsveit beri slíka tónleika. „Hins vegar er rétt að árétta að ég er bara að kanna hvort þetta sé möguleiki og hvort það sé grundvöllur fyrir þessu."Kári Sturluson.Hugmynd Kára leggst misjafnlega í íbúa hverfisins. Samkvæmt tölvupósti sem einnig var lagður fyrir umhverfis- og samgönguráð kemur fram að einn íbúi hefur áhyggjur af hljóðmengun tónleikahalds. „Í örfá skipti hafa verið haldnir tónleikar á túninu og hefur það heyrst um allt hverfið," skrifar íbúinn sem býr við Nóatún. Hann segir jafnframt það vera óhjákvæmilega reglu að útitónleikum fylgi mikið drasl og sóðaskapur. „Foreldrar og börn nota túnið og að mæta þangað til leiks í e-m sóðaskap er bara til þess að við íbúarnir myndum ekki telja okkur lengur geta notað það. Túnið er perla fyrir okkur íbúa sem búum þar og mér finnst frekar að eigi að efla það sem útifólkvang." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Umhverfis-og samgönguráð Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í síðustu viku að fresta afgreiðslu á erindi Kára Sturlusonar tónleikahaldara. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá vill Kári halda veglega tónleikaveislu á Klambratúni næsta sumar. Hugmyndir Kára eru metnaðargjarnar en hann vill meðal annars girða Klambratúnið af og rukka þar inn. Samkvæmt teikningu, sem var látin fylgja með til umhverfis-og samgönguráðs, er augljóst að Kári hefur ekki eingöngu tónleikahald í huga heldur er gert ráð fyrir leiktækjum og öðrum skemmtunum fyrir alla fjölskylduna. Hugmyndin er að Klambratún verði lagt undir stórtónleika frá hádegi til miðnættis einn dag næsta sumar. Í umsögn Sifjar Gunnarsdóttur, forstöðumanns Höfuðborgarstofu, frá 7. september telur hún að miðað við þær upplýsingar sem liggi fyrir sé ómögulegt að veita aðra umsögn en þá að full ástæða sé til að fá ítarlegri upplýsingar um hugmyndina og taka á móti þeim með opnu hugarfari. Sif nefnir jafnframt Sigur Rósar-tónleikana árið 2006, sem hátt í 20 þúsund manns sóttu, og segir að þeir hafi gengið ákaflega vel fyrir sig, tónleikahaldarinn hafi staðið við allar áætlanir. Kári var einmitt einn þeirra sem stóðu að þeim tónleikum. Kári Sturluson segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið beðinn um frekari upplýsingar, hann bíði einfaldlega afgreiðslu hjá Reykjavíkurborg. Kári segir það liggja nokkuð ljóst fyrir að ef þetta verði að veruleika muni erlend stórhljómsveit verða aðalnúmerið, engin íslensk hljómsveit beri slíka tónleika. „Hins vegar er rétt að árétta að ég er bara að kanna hvort þetta sé möguleiki og hvort það sé grundvöllur fyrir þessu."Kári Sturluson.Hugmynd Kára leggst misjafnlega í íbúa hverfisins. Samkvæmt tölvupósti sem einnig var lagður fyrir umhverfis- og samgönguráð kemur fram að einn íbúi hefur áhyggjur af hljóðmengun tónleikahalds. „Í örfá skipti hafa verið haldnir tónleikar á túninu og hefur það heyrst um allt hverfið," skrifar íbúinn sem býr við Nóatún. Hann segir jafnframt það vera óhjákvæmilega reglu að útitónleikum fylgi mikið drasl og sóðaskapur. „Foreldrar og börn nota túnið og að mæta þangað til leiks í e-m sóðaskap er bara til þess að við íbúarnir myndum ekki telja okkur lengur geta notað það. Túnið er perla fyrir okkur íbúa sem búum þar og mér finnst frekar að eigi að efla það sem útifólkvang." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira