Færri feður í orlof eftir efnahagshrun 26. mars 2011 06:00 Fjöldi þeirra feðra sem taka sér fæðingarorlof hefur dregist saman um tæp tíu prósent eftir efnahagshrunið. Hlutfall mæðra í orlofi hefur hækkað. fréttablaðið/anton Mun færri feður nýta sér fæðingarorlof eftir efnahagshrunið en áður. Á síðustu þremur árum hefur hámark á fæðingarorlofsgreiðslum verið lækkað í þrígang og er hámarkið nú 300 þúsund krónur. Orlofsgreiðslum til feðra hefur fækkað um níu prósent frá árinu 2008, en greiðslum til mæðra fjölgað um 4,5 prósent. Um helmingur feðra lenda í hámarkinu á móti 20 prósent mæðra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, Konur í kreppu?, sem er samantekt á opinberum tölulegum gögnum á áhrifum efnahagshrunsins á velferð kvenna. Þær Eygló Árnadóttir og Eva Björnsdóttir tóku skýrsluna saman fyrir hönd velferðarvaktarinnar, stýrihóps sem skipaður var af ráðuneytinu til að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagsástandsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. „Skoða þyrfti kynjamun á þeim hópi foreldra sem þurfa að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og detta á meðan út af vinnumarkaði með tilheyrandi tekjutapi. Telja má að þarna séu konur í miklum meirihluta," segir í skýrslunni. Tekjutap fjölskyldna er líklegra til að verða meira ef faðir fer í fæðingarorlof heldur en móðir. Viðhorf til feðra í orlofum eru einnig ólík innan vinnustaða, en í rannsókn á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og fleiri frá árinu 2004 töldu 46 prósent atvinnurekenda að erfitt væri fyrir karlmann að taka þriggja mánaða fæðingarorlof, en 26 prósent að erfitt væri fyrir konu að taka sex mánaða orlof. Kynjahlutfall atvinnulausra hér á landi hefur nú jafnast mun meira út heldur en var stuttu eftir efnahagshrunið. Niðurskurður hjá hinu opinbera hefur meiri áhrif á atvinnustöðu kvenna en karla þar sem konur eru yfirgnæfandi meirihluti ríkisstarfsmanna og þá sérstaklega í umönnunarkerfinu; 82 prósent af heilbrigðisstarfsfólki eru konur og 78 prósent grunnskólakennara. Í umsögn Kennarasambands Íslands til menntaráðs Reykjavíkur um tillögur að sameiningu leik- og grunnskóla í Reykjavík segir að breytingarnar hafi í för með sér að 60 leikskólastjórnendum og 13 grunnskólastjórnendum verði sagt upp störfum. Þar af eru konurnar 70 og karlarnir 3. sunna@frettabladid.is Tengdar fréttir Fóstureyðingar ekki færri síðan 1991 Efnahagshrunið virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frjósemi í landinu. Fjöldi fæðinga hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2003 en árin 2008 og 2009 voru þriðju fjölmennustu fæðingarár sögunnar frá því að mælingar hófust. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddust 5.027 börn á Íslandi árið 2009 en árið 2007 voru þau 4.560. 26. mars 2011 21:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Mun færri feður nýta sér fæðingarorlof eftir efnahagshrunið en áður. Á síðustu þremur árum hefur hámark á fæðingarorlofsgreiðslum verið lækkað í þrígang og er hámarkið nú 300 þúsund krónur. Orlofsgreiðslum til feðra hefur fækkað um níu prósent frá árinu 2008, en greiðslum til mæðra fjölgað um 4,5 prósent. Um helmingur feðra lenda í hámarkinu á móti 20 prósent mæðra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, Konur í kreppu?, sem er samantekt á opinberum tölulegum gögnum á áhrifum efnahagshrunsins á velferð kvenna. Þær Eygló Árnadóttir og Eva Björnsdóttir tóku skýrsluna saman fyrir hönd velferðarvaktarinnar, stýrihóps sem skipaður var af ráðuneytinu til að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagsástandsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. „Skoða þyrfti kynjamun á þeim hópi foreldra sem þurfa að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og detta á meðan út af vinnumarkaði með tilheyrandi tekjutapi. Telja má að þarna séu konur í miklum meirihluta," segir í skýrslunni. Tekjutap fjölskyldna er líklegra til að verða meira ef faðir fer í fæðingarorlof heldur en móðir. Viðhorf til feðra í orlofum eru einnig ólík innan vinnustaða, en í rannsókn á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og fleiri frá árinu 2004 töldu 46 prósent atvinnurekenda að erfitt væri fyrir karlmann að taka þriggja mánaða fæðingarorlof, en 26 prósent að erfitt væri fyrir konu að taka sex mánaða orlof. Kynjahlutfall atvinnulausra hér á landi hefur nú jafnast mun meira út heldur en var stuttu eftir efnahagshrunið. Niðurskurður hjá hinu opinbera hefur meiri áhrif á atvinnustöðu kvenna en karla þar sem konur eru yfirgnæfandi meirihluti ríkisstarfsmanna og þá sérstaklega í umönnunarkerfinu; 82 prósent af heilbrigðisstarfsfólki eru konur og 78 prósent grunnskólakennara. Í umsögn Kennarasambands Íslands til menntaráðs Reykjavíkur um tillögur að sameiningu leik- og grunnskóla í Reykjavík segir að breytingarnar hafi í för með sér að 60 leikskólastjórnendum og 13 grunnskólastjórnendum verði sagt upp störfum. Þar af eru konurnar 70 og karlarnir 3. sunna@frettabladid.is
Tengdar fréttir Fóstureyðingar ekki færri síðan 1991 Efnahagshrunið virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frjósemi í landinu. Fjöldi fæðinga hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2003 en árin 2008 og 2009 voru þriðju fjölmennustu fæðingarár sögunnar frá því að mælingar hófust. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddust 5.027 börn á Íslandi árið 2009 en árið 2007 voru þau 4.560. 26. mars 2011 21:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Fóstureyðingar ekki færri síðan 1991 Efnahagshrunið virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frjósemi í landinu. Fjöldi fæðinga hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2003 en árin 2008 og 2009 voru þriðju fjölmennustu fæðingarár sögunnar frá því að mælingar hófust. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddust 5.027 börn á Íslandi árið 2009 en árið 2007 voru þau 4.560. 26. mars 2011 21:30