Innlent

Össur líkir Lilju við hryssu

Mynd/GVA
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, lýsir Lilju Mósesdóttur sem burðugri hryssu með strok í genum í viðtali sem DV tók við ráðherrann að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Össur kvaðst ekki láta framgöngu þremenninganna sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga raska ró sinni og orðrétt um stöðu Lilju Mósesdóttur sagði Össur: ,,Í öllum góðum stóðum eru burðugar hryssur með strok í genum og sjálfstæðan vilja. Hún er öflugur þingmaður en ræður sínum næturstað. Það mun ekki hafa áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar, jafnvel þó folaldið fylgi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×