Ekkert bólar á siðareglum forsetans Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. október 2011 20:15 Forsetinn hefur ekki enn sett sér siðareglur þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forsætisráðherra átti langan fund með forsetanum í síðustu viku til að ræða framgöngu hans að undanförnu. Engum dylst að kaldir vindar hafa blásið milli forsetans og ríkisstjórnarinnar. Fundir ríkisráðs geta verið vettvangur fyrir ráðherra að gera athugasemdir við framkomu og embættisfærslur forsetans, en ríkisráð fundaði í gær á Bessastöðum. „Þessi mál komu ekkert til tals þar. Ég hafði í síðustu viku átt langt og ítarlegt samtal við forseta Íslands þar sem voru hreinskiptnar umræður. Og við fórum vel yfir þessi samskipti milli stjórnvalda og forsetaembættisins. Það er ekkert meira um það að segja, enda ríkir trúnaður um fundi okkar forseta," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru gerðar aðfinnslur við framgöngu forsetans í útrásinni og lagt var til að embættið setti sér siðareglur. Forsætisráðherra ritaði forsetanum bréf á síðasta ári og spurði hvort slíkar reglur hefðu verið settar en í svari forseta kom fram að hann teldi sér ekki skylt að setja slíkar reglur. Og í einu svarbréfi embættis hans sagðist hann líta svo á að bréf forsætisráðherra byggðist á „margháttuðum misskilningi," eins og það var orðað. Jóhanna segst ekki hafa blandað sér meira í þetta mál eftir að hafa ritað embættinu bréf þegar skýrslan kom út. „Ég beindi spurningum til forsetaembættisins um hvernig að því yrði staðið og forsetinn taldi að það væri rétt að hann snéri sér til Alþingis með það og eftir það hef ég ekki haft frekari afskipti af þessu máli," segir Jóhanna. Aðspurð hvort hún telji rétt og eðlilegt að settar verði slíkar siðareglur fyrir embætti forseta segist hún ekki vilja svara því, en segist taka undir þau sjónarmið sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki forsetinn né embætti hans hefðu sett sér siðareglur. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Forsetinn hefur ekki enn sett sér siðareglur þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forsætisráðherra átti langan fund með forsetanum í síðustu viku til að ræða framgöngu hans að undanförnu. Engum dylst að kaldir vindar hafa blásið milli forsetans og ríkisstjórnarinnar. Fundir ríkisráðs geta verið vettvangur fyrir ráðherra að gera athugasemdir við framkomu og embættisfærslur forsetans, en ríkisráð fundaði í gær á Bessastöðum. „Þessi mál komu ekkert til tals þar. Ég hafði í síðustu viku átt langt og ítarlegt samtal við forseta Íslands þar sem voru hreinskiptnar umræður. Og við fórum vel yfir þessi samskipti milli stjórnvalda og forsetaembættisins. Það er ekkert meira um það að segja, enda ríkir trúnaður um fundi okkar forseta," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru gerðar aðfinnslur við framgöngu forsetans í útrásinni og lagt var til að embættið setti sér siðareglur. Forsætisráðherra ritaði forsetanum bréf á síðasta ári og spurði hvort slíkar reglur hefðu verið settar en í svari forseta kom fram að hann teldi sér ekki skylt að setja slíkar reglur. Og í einu svarbréfi embættis hans sagðist hann líta svo á að bréf forsætisráðherra byggðist á „margháttuðum misskilningi," eins og það var orðað. Jóhanna segst ekki hafa blandað sér meira í þetta mál eftir að hafa ritað embættinu bréf þegar skýrslan kom út. „Ég beindi spurningum til forsetaembættisins um hvernig að því yrði staðið og forsetinn taldi að það væri rétt að hann snéri sér til Alþingis með það og eftir það hef ég ekki haft frekari afskipti af þessu máli," segir Jóhanna. Aðspurð hvort hún telji rétt og eðlilegt að settar verði slíkar siðareglur fyrir embætti forseta segist hún ekki vilja svara því, en segist taka undir þau sjónarmið sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki forsetinn né embætti hans hefðu sett sér siðareglur. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira