Innlent

Dópuð að flækjast fyrir lögreglumönnum

Þegar hópur lögreglumanna var að taka niður öryggisgirðingar við Alþingishúsið á tólfta tímanum í gærkvöldi, ók kona að hópnum og flautaði mikinn, þar sem lögreglumennirnir voru fyrir henni.

Þegar lögreglumenn höfðu tal af henni reyndist hún útúr dópuð, eins og það var orðað, og var hún tekin úr umferð. Skömmu síðar var svo vel slompaður karlmaður tekinn úr umferð.

Mikið áfengi reyndist í blóði hans, eða nákvæmlega jafn mikið og þegar hann var tekinn úr umferð sex klukkustundum fyrr, og það fyrir sömu sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×