Innlent

Loðnan lætur ekki á sé kræla

Mynd/Hari
Engin loðna hefur enn veiðst, en veiðar máttu hefjast á laugardag. Loðnuskipið Víkingur AK, sem hóf leit norðvestur af landinu er nú í höfn á Ísafirði vegna brælu útifyrir og fréttastofunni er ekki kunnugt um að önnur skip séu byrjuð að leita fyrir sér.

Upphafskvóti íslensku skipannan er 180 þúsund tonn, en fastlega er búist við að hann verði aukinn og að aflaverðmætið gæti orðið 20 til 30 milljarðar upp úr sjó á vertíðinni. Hafrannsóknaskipin urðu að hætta loðnuleit í síðustu viku, þegar verkfall undirmanna á þeim hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×