Heilsudrykkir valda eyðingu glerungs 29. janúar 2011 07:00 Lýðheilsustöð og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa unnið myndband sem leiðbeinir foreldrum að bursta tennur barna sinna. Myndbandið er á fjórum tungumálum og er aðgengilegt á www.lydheilsustod.is fréttablaðið/heiða Ein af aðalástæðum fyrir eyðingu glerungs í tönnum Íslendinga er neysla súrra drykkja. Það eru drykkir með sýrustigi undir pH 5,5. Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Lýðheilsustöð, og Alís G. Heiðar, nemi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands, hafa rannsakað innihald ýmissa drykkja sem eru á markaðnum hér á landi og þá sérstaklega bragðbættra vatnsdrykkja sem innihalda sítrónusýru, sem og kóladrykkja. „Neyslumynstrið hefur einnig mikil áhrif. Sá sem er að fá sér einn og einn sopa af drykknum yfir tiltölulega langan tíma er frekar útsettur fyrir glerungseyðingu en sá sem klárar drykkinn fljótt,“ segir Hólmfríður. Glerungseyðing er sívaxandi vandamál hér á landi sem herjar sérstaklega á tennur ungs fólks. Rúmlega 37 prósent 15 ára drengja á Íslandi hafa mælanlega glerungseyðingu og 26 prósent stúlkna. Eru þetta niðurstöður úr Munnís, landsrannsókn á munnheilsu barna á Íslandi frá árinu 2005. Lýðheilsustöð hefur nú gefið út veggspjaldið „Þitt er valið“ með upplýsingum um sýrustig og sykurmagn í helstu tegundum drykkja á markaðnum. Hólmfríður segir mikla undirbúningsvinnu liggja að baki veggspjaldinu, en Rannsóknastofa tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Lýðheilsustöð rannsökuðu áhrif helstu tegunda drykkja á glerung tanna. Drykkirnir voru sýrustigsmældir og flokkaðir í fjóra hópa eftir því hversu mikil hætta á glerungseyðingu stafar af þeim. Rannsóknin sýndi að vatn er besti kosturinn og óbragðbætt sódavatn og sódavatn með bragðefnum (án sítrónusýru) eyða lítið sem ekkert glerungi tanna. „Mest kom á óvart að í þessum áhættuhópi eru íþróttadrykkir og aðrir vatnsdrykkir en ofangreindir, sem hafa verið markaðssettir á undanförnum árum sem heilsusamlegur kostur,“ segir Hólmfríður. „Drykkirnir eru margir hverjir úr íslensku bergvatni, hitaeiningasnauðir, innihalda hreinan ávaxtasafa og jafnvel bætiefni og vítamín. En ef drykkirnir stuðla að glerungseyðingu eru þeir ekki heilsubætandi.” sunna@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Ein af aðalástæðum fyrir eyðingu glerungs í tönnum Íslendinga er neysla súrra drykkja. Það eru drykkir með sýrustigi undir pH 5,5. Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Lýðheilsustöð, og Alís G. Heiðar, nemi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands, hafa rannsakað innihald ýmissa drykkja sem eru á markaðnum hér á landi og þá sérstaklega bragðbættra vatnsdrykkja sem innihalda sítrónusýru, sem og kóladrykkja. „Neyslumynstrið hefur einnig mikil áhrif. Sá sem er að fá sér einn og einn sopa af drykknum yfir tiltölulega langan tíma er frekar útsettur fyrir glerungseyðingu en sá sem klárar drykkinn fljótt,“ segir Hólmfríður. Glerungseyðing er sívaxandi vandamál hér á landi sem herjar sérstaklega á tennur ungs fólks. Rúmlega 37 prósent 15 ára drengja á Íslandi hafa mælanlega glerungseyðingu og 26 prósent stúlkna. Eru þetta niðurstöður úr Munnís, landsrannsókn á munnheilsu barna á Íslandi frá árinu 2005. Lýðheilsustöð hefur nú gefið út veggspjaldið „Þitt er valið“ með upplýsingum um sýrustig og sykurmagn í helstu tegundum drykkja á markaðnum. Hólmfríður segir mikla undirbúningsvinnu liggja að baki veggspjaldinu, en Rannsóknastofa tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Lýðheilsustöð rannsökuðu áhrif helstu tegunda drykkja á glerung tanna. Drykkirnir voru sýrustigsmældir og flokkaðir í fjóra hópa eftir því hversu mikil hætta á glerungseyðingu stafar af þeim. Rannsóknin sýndi að vatn er besti kosturinn og óbragðbætt sódavatn og sódavatn með bragðefnum (án sítrónusýru) eyða lítið sem ekkert glerungi tanna. „Mest kom á óvart að í þessum áhættuhópi eru íþróttadrykkir og aðrir vatnsdrykkir en ofangreindir, sem hafa verið markaðssettir á undanförnum árum sem heilsusamlegur kostur,“ segir Hólmfríður. „Drykkirnir eru margir hverjir úr íslensku bergvatni, hitaeiningasnauðir, innihalda hreinan ávaxtasafa og jafnvel bætiefni og vítamín. En ef drykkirnir stuðla að glerungseyðingu eru þeir ekki heilsubætandi.” sunna@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira