Heilsudrykkir valda eyðingu glerungs 29. janúar 2011 07:00 Lýðheilsustöð og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa unnið myndband sem leiðbeinir foreldrum að bursta tennur barna sinna. Myndbandið er á fjórum tungumálum og er aðgengilegt á www.lydheilsustod.is fréttablaðið/heiða Ein af aðalástæðum fyrir eyðingu glerungs í tönnum Íslendinga er neysla súrra drykkja. Það eru drykkir með sýrustigi undir pH 5,5. Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Lýðheilsustöð, og Alís G. Heiðar, nemi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands, hafa rannsakað innihald ýmissa drykkja sem eru á markaðnum hér á landi og þá sérstaklega bragðbættra vatnsdrykkja sem innihalda sítrónusýru, sem og kóladrykkja. „Neyslumynstrið hefur einnig mikil áhrif. Sá sem er að fá sér einn og einn sopa af drykknum yfir tiltölulega langan tíma er frekar útsettur fyrir glerungseyðingu en sá sem klárar drykkinn fljótt,“ segir Hólmfríður. Glerungseyðing er sívaxandi vandamál hér á landi sem herjar sérstaklega á tennur ungs fólks. Rúmlega 37 prósent 15 ára drengja á Íslandi hafa mælanlega glerungseyðingu og 26 prósent stúlkna. Eru þetta niðurstöður úr Munnís, landsrannsókn á munnheilsu barna á Íslandi frá árinu 2005. Lýðheilsustöð hefur nú gefið út veggspjaldið „Þitt er valið“ með upplýsingum um sýrustig og sykurmagn í helstu tegundum drykkja á markaðnum. Hólmfríður segir mikla undirbúningsvinnu liggja að baki veggspjaldinu, en Rannsóknastofa tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Lýðheilsustöð rannsökuðu áhrif helstu tegunda drykkja á glerung tanna. Drykkirnir voru sýrustigsmældir og flokkaðir í fjóra hópa eftir því hversu mikil hætta á glerungseyðingu stafar af þeim. Rannsóknin sýndi að vatn er besti kosturinn og óbragðbætt sódavatn og sódavatn með bragðefnum (án sítrónusýru) eyða lítið sem ekkert glerungi tanna. „Mest kom á óvart að í þessum áhættuhópi eru íþróttadrykkir og aðrir vatnsdrykkir en ofangreindir, sem hafa verið markaðssettir á undanförnum árum sem heilsusamlegur kostur,“ segir Hólmfríður. „Drykkirnir eru margir hverjir úr íslensku bergvatni, hitaeiningasnauðir, innihalda hreinan ávaxtasafa og jafnvel bætiefni og vítamín. En ef drykkirnir stuðla að glerungseyðingu eru þeir ekki heilsubætandi.” sunna@frettabladid.is Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Ein af aðalástæðum fyrir eyðingu glerungs í tönnum Íslendinga er neysla súrra drykkja. Það eru drykkir með sýrustigi undir pH 5,5. Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Lýðheilsustöð, og Alís G. Heiðar, nemi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands, hafa rannsakað innihald ýmissa drykkja sem eru á markaðnum hér á landi og þá sérstaklega bragðbættra vatnsdrykkja sem innihalda sítrónusýru, sem og kóladrykkja. „Neyslumynstrið hefur einnig mikil áhrif. Sá sem er að fá sér einn og einn sopa af drykknum yfir tiltölulega langan tíma er frekar útsettur fyrir glerungseyðingu en sá sem klárar drykkinn fljótt,“ segir Hólmfríður. Glerungseyðing er sívaxandi vandamál hér á landi sem herjar sérstaklega á tennur ungs fólks. Rúmlega 37 prósent 15 ára drengja á Íslandi hafa mælanlega glerungseyðingu og 26 prósent stúlkna. Eru þetta niðurstöður úr Munnís, landsrannsókn á munnheilsu barna á Íslandi frá árinu 2005. Lýðheilsustöð hefur nú gefið út veggspjaldið „Þitt er valið“ með upplýsingum um sýrustig og sykurmagn í helstu tegundum drykkja á markaðnum. Hólmfríður segir mikla undirbúningsvinnu liggja að baki veggspjaldinu, en Rannsóknastofa tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Lýðheilsustöð rannsökuðu áhrif helstu tegunda drykkja á glerung tanna. Drykkirnir voru sýrustigsmældir og flokkaðir í fjóra hópa eftir því hversu mikil hætta á glerungseyðingu stafar af þeim. Rannsóknin sýndi að vatn er besti kosturinn og óbragðbætt sódavatn og sódavatn með bragðefnum (án sítrónusýru) eyða lítið sem ekkert glerungi tanna. „Mest kom á óvart að í þessum áhættuhópi eru íþróttadrykkir og aðrir vatnsdrykkir en ofangreindir, sem hafa verið markaðssettir á undanförnum árum sem heilsusamlegur kostur,“ segir Hólmfríður. „Drykkirnir eru margir hverjir úr íslensku bergvatni, hitaeiningasnauðir, innihalda hreinan ávaxtasafa og jafnvel bætiefni og vítamín. En ef drykkirnir stuðla að glerungseyðingu eru þeir ekki heilsubætandi.” sunna@frettabladid.is
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira