Um fundarstjórn forseta Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar 2. júní 2011 06:00 Fréttir af fundarstjórn forseta Alþingis hafa verið nokkrar að undanförnu og hefur þar gætt misskilnings um eðli þess máls. Er það ekki að furða þegar ljósvakamiðlar klippa jafnvel saman mismunandi dagskrárliði og flytja sem einn. Um umræður á Alþingi gilda þingsköp, sem eru lög frá Alþingi. Þeim lögum verða allir þingmenn að hlíta. Nauðsynlegt er að þau séu virt svo umræður fari ekki úr böndum. Einn liða í dagskrá Alþingis er „fundarstjórn forseta“. Þar er þingmönnum heimilt að fjalla um stjórn forseta á þingfundi, svo og dagskrá, fundartíma og önnur formsatriði er lúta að störfum fundarins. Þetta er umræða um formsatriði en ekki pólitísk umræða. Borið hefur á því að þingmenn hafi reynt að framlengja efnislega umræðu sem hefur farið fram undir liðnum „störf þingsins“ eða „óundirbúnar fyrirspurnir“ eftir að þeim liðum er formlega lokið, með því að biðja um orðið um „fundarstjórn forseta“. Það er óheimilt. Stöðvar þá forseti ræðu þingmannsins. Við það ber þingmanni samkvæmt þingsköpum að gera hlé á máli sínu og hlýða á hvaða erindi forseti á við hann eða ljúka strax máli sínu. Vald forseta í þessum efnum er ótvírætt enda segir í þingsköpum: „Skylt er þingmanni að lúta valdi forseta í hvívetna.“ Fari þingmaður ekki að ósk forseta er forseta nauðugur einn kostur að slá áfram í bjölluna, svo hvimleitt sem það er, og gera hlé á fundi láti þingmaður ekki segjast. Annað gildir um framkvæmd ákvæðisins um „fundarstjórn forseta“, þegar umræður hafa verið um þingmál og verulegt ósamkomulag hefur verið um málið og meðferð þess. Þegar svo háttar hafa forsetar ekki verið eins harðir á að þingmenn haldi sig einvörðungu við formsatriði. Hafa þingmenn því getað vikið að efnisatriðum málsins samhliða umræðu um þau formsatriði í fundarstjórn sem þeir hafa athugasemdir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttir af fundarstjórn forseta Alþingis hafa verið nokkrar að undanförnu og hefur þar gætt misskilnings um eðli þess máls. Er það ekki að furða þegar ljósvakamiðlar klippa jafnvel saman mismunandi dagskrárliði og flytja sem einn. Um umræður á Alþingi gilda þingsköp, sem eru lög frá Alþingi. Þeim lögum verða allir þingmenn að hlíta. Nauðsynlegt er að þau séu virt svo umræður fari ekki úr böndum. Einn liða í dagskrá Alþingis er „fundarstjórn forseta“. Þar er þingmönnum heimilt að fjalla um stjórn forseta á þingfundi, svo og dagskrá, fundartíma og önnur formsatriði er lúta að störfum fundarins. Þetta er umræða um formsatriði en ekki pólitísk umræða. Borið hefur á því að þingmenn hafi reynt að framlengja efnislega umræðu sem hefur farið fram undir liðnum „störf þingsins“ eða „óundirbúnar fyrirspurnir“ eftir að þeim liðum er formlega lokið, með því að biðja um orðið um „fundarstjórn forseta“. Það er óheimilt. Stöðvar þá forseti ræðu þingmannsins. Við það ber þingmanni samkvæmt þingsköpum að gera hlé á máli sínu og hlýða á hvaða erindi forseti á við hann eða ljúka strax máli sínu. Vald forseta í þessum efnum er ótvírætt enda segir í þingsköpum: „Skylt er þingmanni að lúta valdi forseta í hvívetna.“ Fari þingmaður ekki að ósk forseta er forseta nauðugur einn kostur að slá áfram í bjölluna, svo hvimleitt sem það er, og gera hlé á fundi láti þingmaður ekki segjast. Annað gildir um framkvæmd ákvæðisins um „fundarstjórn forseta“, þegar umræður hafa verið um þingmál og verulegt ósamkomulag hefur verið um málið og meðferð þess. Þegar svo háttar hafa forsetar ekki verið eins harðir á að þingmenn haldi sig einvörðungu við formsatriði. Hafa þingmenn því getað vikið að efnisatriðum málsins samhliða umræðu um þau formsatriði í fundarstjórn sem þeir hafa athugasemdir við.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar