Innlent

Ekkert flogið eftir ellefu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugi frá London verður frestað. Mynd/ Pjetur.
Flugi frá London verður frestað. Mynd/ Pjetur.
Loftrými yfir flugvellina í Keflavík, Reykjavík, á Egilsstöðum og Akureyri verður lokað klukkan ellefu í kvöld vegna öskuskýja. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia, sem rekur flugvellina, verður opnað aftur í Keflavík og Reykjavík í fyrramálið. Miðað er við að það gerist klukkan átta. Óljóst er hvenær flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri munu opna.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að þetta muni hafa tiltölulega lítil áhrif. „Það er vél frá London sem hefði verið að koma inn upp úr miðnætti. Henni seinkar og hún kemur ekki fyrr en í fyrramálið. Farþegar í henni verða fluttir á hótel og sofa þar í nótt," segir Guðjón. Þá er eitt leiguflug frá Malaga sem átti að lenda um miðjanótt en hún kemur í fyrramálið.

Guðjón segir að gera megi ráð fyrir tveggja tíma seinkun í fyrramálið. Fólk er sem fyrr beðið um að fylgjast með flugáætlun á textavarpi, vefsíðu Keflavíkurflugvallar, á vefsíðum flugfélaganna og fréttasíðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×