Innlent

Gefa tölvu í stað jólakorta

Haraldur afhenti Ragnheiði tölvuna skömmu fyrir jól.
Haraldur afhenti Ragnheiði tölvuna skömmu fyrir jól.

Opin kerfi gáfu á dögunum Foreldra- og styrktarfélagi Öskjuhlíðarskóla HP-tölvu í stað þess að senda út jólakort til viðskiptavina og samstarfsaðila.

Félagið starfar að málefnum barna með þroskahömlun á borð við einhverfu og aðra fötlun.

Það var Haraldur Þór Þórsson, átta ára sonur eins af starfsmönnum Opinna kerfa, sem jafnframt nýtur góðs af starfsemi Foreldra- og styrktarfélagsins, sem afhenti Ragnheiði Sigmarsdóttur, formanni félagsins, tölvuna. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×