Órólega deildin leikur sér að eldinum 29. janúar 2011 13:59 Jóhanna Sigurðardóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Á myndinni sést einnig Margrét Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Mynd/Sigurjón Þeir stjórnarliðar sem líta á stjórnarsáttmálann sem plagg sem ekki þurfi að taka mark á eru að leika sér að eldinum, að mati Jóhannu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hún segir óróleika innan VG hafa skaðað ríkisstjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Jóhönnu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún sagði að vissulega væri oft á tíðum tekist á innan Samfylkingarinnar um leiðir að þeim markmiðum sem kveðið væri á um í stjórnarsáttmálanum. „En við leysum ólík sjónarmið innan okkar raða þegar þau koma upp. Það sýnir styrk flokksins og af því er ég stolt." Þá sagði hún: „Því er hins vegar ekki að leyna að sá óróleiki sem verið hefur í samstarf við hluta þingflokks Vinstri grænna hefur skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Vegna órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og trausts samstarfs við formann og stærstan hluta VG hefur þetta hins vegar ekki stöðvað framgang mikilvægra mála ríkisstjórnarinnar."Pólitískur einleikur á kostnað samstarfsfélaga Jóhanna sagði að það væri hættulegur leikur að spila pólitískan einleik á kostnað samstarfsfélaga sinna í trausti þess að samstaða annarra og stuðningur við óvinsælar en óhjákvæmilegar ákvarðanir tryggi að uppúr stjórnarsamstarfinu slitni ekki. „Hættulegur leikur sem gæti endað öðruvísi en menn ætla. Þeir stjórnarliðar sem líta á samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna sem plagg sem ekki þarf að taka mark á eru að leika sér að eldinum." „Svo lengi sem ég fæ einhverju ráðið“ Jóhanna sagði ný lög hafa verið sett um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, siðareglur innan stjórnsýslunnar og um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á sérstöku stjórnlagaþingi. „Óvænt ógilding Hæstaréttar á kosningunum mun ekki eyðileggja stjórnlagaþingið. Áður en kosið verður nýtt Alþingi mun ný stjórnarskrá, mótuð á stjórnarlagaþingi þjóðarinnar, afgreidd á þingi. Þannig verður það svo lengi sem ég fæ einvherju ráðið,“ sagði Jóhanna. Hún rifjaði upp að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því fyrir tveimur árum að að gerðar yrðu breytingar á stjórnarskránni. „Íhaldið barðist á móti þessum miklu lýðræðisumbótum og stjórnlagaþing vildu þeir ekki sjá. Breytingar á stjórnarskránni áttu áfram að vera í gamla farinu hjá flokkunum sem ekki hafa áratugum saman haft burði til að ná fram nauðsynlegum breytingum og eitur í þeirra beinum var að þjóðin sjálf fjallaði á stjórnlagaþingi um málið,“ sagði Jóhanna. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
Þeir stjórnarliðar sem líta á stjórnarsáttmálann sem plagg sem ekki þurfi að taka mark á eru að leika sér að eldinum, að mati Jóhannu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hún segir óróleika innan VG hafa skaðað ríkisstjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Jóhönnu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún sagði að vissulega væri oft á tíðum tekist á innan Samfylkingarinnar um leiðir að þeim markmiðum sem kveðið væri á um í stjórnarsáttmálanum. „En við leysum ólík sjónarmið innan okkar raða þegar þau koma upp. Það sýnir styrk flokksins og af því er ég stolt." Þá sagði hún: „Því er hins vegar ekki að leyna að sá óróleiki sem verið hefur í samstarf við hluta þingflokks Vinstri grænna hefur skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Vegna órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og trausts samstarfs við formann og stærstan hluta VG hefur þetta hins vegar ekki stöðvað framgang mikilvægra mála ríkisstjórnarinnar."Pólitískur einleikur á kostnað samstarfsfélaga Jóhanna sagði að það væri hættulegur leikur að spila pólitískan einleik á kostnað samstarfsfélaga sinna í trausti þess að samstaða annarra og stuðningur við óvinsælar en óhjákvæmilegar ákvarðanir tryggi að uppúr stjórnarsamstarfinu slitni ekki. „Hættulegur leikur sem gæti endað öðruvísi en menn ætla. Þeir stjórnarliðar sem líta á samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna sem plagg sem ekki þarf að taka mark á eru að leika sér að eldinum." „Svo lengi sem ég fæ einhverju ráðið“ Jóhanna sagði ný lög hafa verið sett um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, siðareglur innan stjórnsýslunnar og um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á sérstöku stjórnlagaþingi. „Óvænt ógilding Hæstaréttar á kosningunum mun ekki eyðileggja stjórnlagaþingið. Áður en kosið verður nýtt Alþingi mun ný stjórnarskrá, mótuð á stjórnarlagaþingi þjóðarinnar, afgreidd á þingi. Þannig verður það svo lengi sem ég fæ einvherju ráðið,“ sagði Jóhanna. Hún rifjaði upp að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því fyrir tveimur árum að að gerðar yrðu breytingar á stjórnarskránni. „Íhaldið barðist á móti þessum miklu lýðræðisumbótum og stjórnlagaþing vildu þeir ekki sjá. Breytingar á stjórnarskránni áttu áfram að vera í gamla farinu hjá flokkunum sem ekki hafa áratugum saman haft burði til að ná fram nauðsynlegum breytingum og eitur í þeirra beinum var að þjóðin sjálf fjallaði á stjórnlagaþingi um málið,“ sagði Jóhanna.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira