Fátt nýtt hefur komið í ljós um morðið sem framið var í Ósló um nýliðna helgi, en þar var 22ja ára maður stunginn til bana. Annar særðist illa en komst undan.
Meintur árásarmaður er í haldi lögreglu en hefur ekki verið yfirheyrður enn sökum eigin áverka og meintrar lyfjavímu, að sögn Aftenposten.
Mennirnir þrír þekktust allir, eru á svipuðum aldri en höfðu ekki áður lent í útistöðum við lögreglu. Aðkoman að morðvettvangi var sérlega ófögur, þar sem blóði hafði verið makað upp um veggi stigagangsins.
- þj
Enn ekki búið að yfirheyra þann grunaða
