Erlent

Faldi hálft kíló af kóki í hárinu

Konan fléttaði 447 grömm af kókaíni í hár sitt en tollverðir sáu við henni.
Konan fléttaði 447 grömm af kókaíni í hár sitt en tollverðir sáu við henni. Mynd/Norska tollgæslan
Spænsk kona var handtekin á Gardermoen-flugvelli við Ósló fyrir skemmstu vegna tilraunar til eiturlyfjasmygls.

Konan, sem er 36 ára gömul, reyndist hafa komið 447 grömmum af kókaíni fyrir í hári sínu, en það fannst við leit tollgæslunnar á flugvellinum.

Tollverðina grunaði hins vegar að konan væri með meira af fíkniefnum á sér og við rannsókn á sjúkrahúsi játaði hún að hafa 103 grömm af kókaíni til viðbótar innvortis. Heildarmagn reyndist því vera 550 grömm.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×