Samfélagið er í uppnámi 26. október 2011 13:00 Kolbrún Björt þarf að feta sig eftir sandpokum á leið í vinnuna. Mynd/Erlingur Gréttar Kolbrún Björt Sigfúsdóttir hélt til Taílands í ágúst í ævintýraleit en hamfarirnar hafa breytt hversdeginum. Um þriðjungur af Taílandi er nú undir vatni eftir mestu flóð í landinu á síðustu 50 árum. „Það rigndi frá fyrsta degi. Við lentum 12. ágúst, beint inn í monsúntímabilið en þessi rosalegu flóð voru ekki fyrirséð. Þau hafa sett svolítið strik í reikninginn hjá okkur því kennsla hefur legið niðri í sex vikur," segir Kolbrún Björt Sigfúsdóttir um lífið í Taílandi þar sem hún og maður hennar, Erlingur Grétar Einarsson, eru ráðin til að kenna taílenskum leikskólabörnum ensku. Hún segir monsúnregnið fela í sér gríðarlegt vatnsmagn á hverju ári en flóðin nú séu þau mestu í fimmtíu ár. „Fólk er að berjast við allt að þriggja metra djúpt vatn og það er raunverulegt neyðarástand í einum þriðja hluta landsins. Samfélagið í heild er í miklu uppnámi." Þó að leikskólabörnin séu víðs fjarri þurfa Kolbrún Björt og Erlingur að vera í skólanum í sex til sjö tíma daglega en eftir það fara þau út að borða, enda eldhús sjaldgæf á heimilum, að sögn Kolbrúnar. Hún kveðst hafa kynnst skemmtilegu fólki í Taílandi, bæði aðkomnu og innfæddu og fólkið sem þau leigi hjá sé duglegt að kynna þeim taílenska menningu. „Við höfum skoðað helstu hof og minnismerki í nágrenninu, lært að steikja núðlur og spila á taílensk hljóðfæri, auk þess að sitja fíla og skoða apana í Lop Buri sem hafa lagt undir sig miðbæinn. Ég var reyndar bitin af einum," segir hún glaðlega. „En það var engu að síður mjög merkilegt." Nokkrum sinnum kveðst Kolbrún Björt hafa komið til Bangkok og segir hana áhugaverða borg þegar komist hafi verið yfir umferðarbrjálæðið og söluhörkuna. „Við höfum líka heimsótt eyna Koh Samet og látið öldurnar rugga okkur og sólina sleikja okkur," segir hún og heldur áfram að telja upp ævintýri. „Í Kanchanaburi skoðuðum við brúna yfir Kwai-fljótið og kíktum í frábært tígrisdýrahof þar sem við fengum að ganga með tígrunum, klappa þeim og sjá þá leika sér. Það er með því mest spennandi sem ég hef upplifað! Við hjónin höfum alltaf verið mjög hrifin af stórum kattardýrum þannig að þarna fengum við að lifa langþráðan draum." Kolbrún og Erlingur stefna á að vera í Taílandi út febrúar og eru því rétt að byrja að kynnast því hvað landið hefur að bjóða. „Við hlökkum mikið til að fara til Phuket og Chiang Mai og svo væri ekki leiðinlegt að læra að kafa," segir Kolbrún Björt. „En ævintýrin liggja ekki síður í hversdeginum – í því að finna froska í skónum sínum eða labba um markaðinn og furða sig á því sem er í boði. Þetta er allt hluti af upplifuninni." gun@frettabladid.is Tengdar fréttir Situr í tælensku fangelsi - er að fyllast af vatni og föngum Móðir Brynjars Mettinisonar, sem situr í gæsluvarðhaldi í Tælandi, segir hræðilegt að hugsa til sonar síns sem situr í fangelsi sem brátt fyllist af vatni. Eitt mesta flóð í sögu Tælands hefur sett samfélagið þar úr skorðum. 25. október 2011 18:28 Þriðjungur af Taílandi er undir vatni Um þriðjungur af Taílandi er nú undir vatni eftir mestu flóð í landinu á síðustu 50 árum. 25. október 2011 07:16 Flugvelli í Bangkok lokað vegna flóða Næst stærsta flugvelli Bangkok borgar í Tælandi hefur verið lokað vegna hinna gríðarlegu vatnaxaxta sem nú hrjá borgarbúa. Völlurinn er aðallega notaður til innanlandsflugs en alþjóðaflugvöllur borgarinnar sem er á öðrum stað í borginni er enn opinn. Mikil flóð hafa verið í landinu frá því í júlí og hafa rúmlega 360 manns látið lífið. Sjö hverfi höfuðborgarinnar Bangkok eru í hættu eða þegar komin undir vatn. 25. október 2011 11:10 Yfirvöld í Tælandi búa sig undir hið versta Yfirvöld í Tælandi telja að flóðin þar í landi muni standa yfir í nokkrar vikur í viðbót. Íbúum og fyrirtækjum er sagt að búa sig undir hið versta. 24. október 2011 10:12 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Kolbrún Björt Sigfúsdóttir hélt til Taílands í ágúst í ævintýraleit en hamfarirnar hafa breytt hversdeginum. Um þriðjungur af Taílandi er nú undir vatni eftir mestu flóð í landinu á síðustu 50 árum. „Það rigndi frá fyrsta degi. Við lentum 12. ágúst, beint inn í monsúntímabilið en þessi rosalegu flóð voru ekki fyrirséð. Þau hafa sett svolítið strik í reikninginn hjá okkur því kennsla hefur legið niðri í sex vikur," segir Kolbrún Björt Sigfúsdóttir um lífið í Taílandi þar sem hún og maður hennar, Erlingur Grétar Einarsson, eru ráðin til að kenna taílenskum leikskólabörnum ensku. Hún segir monsúnregnið fela í sér gríðarlegt vatnsmagn á hverju ári en flóðin nú séu þau mestu í fimmtíu ár. „Fólk er að berjast við allt að þriggja metra djúpt vatn og það er raunverulegt neyðarástand í einum þriðja hluta landsins. Samfélagið í heild er í miklu uppnámi." Þó að leikskólabörnin séu víðs fjarri þurfa Kolbrún Björt og Erlingur að vera í skólanum í sex til sjö tíma daglega en eftir það fara þau út að borða, enda eldhús sjaldgæf á heimilum, að sögn Kolbrúnar. Hún kveðst hafa kynnst skemmtilegu fólki í Taílandi, bæði aðkomnu og innfæddu og fólkið sem þau leigi hjá sé duglegt að kynna þeim taílenska menningu. „Við höfum skoðað helstu hof og minnismerki í nágrenninu, lært að steikja núðlur og spila á taílensk hljóðfæri, auk þess að sitja fíla og skoða apana í Lop Buri sem hafa lagt undir sig miðbæinn. Ég var reyndar bitin af einum," segir hún glaðlega. „En það var engu að síður mjög merkilegt." Nokkrum sinnum kveðst Kolbrún Björt hafa komið til Bangkok og segir hana áhugaverða borg þegar komist hafi verið yfir umferðarbrjálæðið og söluhörkuna. „Við höfum líka heimsótt eyna Koh Samet og látið öldurnar rugga okkur og sólina sleikja okkur," segir hún og heldur áfram að telja upp ævintýri. „Í Kanchanaburi skoðuðum við brúna yfir Kwai-fljótið og kíktum í frábært tígrisdýrahof þar sem við fengum að ganga með tígrunum, klappa þeim og sjá þá leika sér. Það er með því mest spennandi sem ég hef upplifað! Við hjónin höfum alltaf verið mjög hrifin af stórum kattardýrum þannig að þarna fengum við að lifa langþráðan draum." Kolbrún og Erlingur stefna á að vera í Taílandi út febrúar og eru því rétt að byrja að kynnast því hvað landið hefur að bjóða. „Við hlökkum mikið til að fara til Phuket og Chiang Mai og svo væri ekki leiðinlegt að læra að kafa," segir Kolbrún Björt. „En ævintýrin liggja ekki síður í hversdeginum – í því að finna froska í skónum sínum eða labba um markaðinn og furða sig á því sem er í boði. Þetta er allt hluti af upplifuninni." gun@frettabladid.is
Tengdar fréttir Situr í tælensku fangelsi - er að fyllast af vatni og föngum Móðir Brynjars Mettinisonar, sem situr í gæsluvarðhaldi í Tælandi, segir hræðilegt að hugsa til sonar síns sem situr í fangelsi sem brátt fyllist af vatni. Eitt mesta flóð í sögu Tælands hefur sett samfélagið þar úr skorðum. 25. október 2011 18:28 Þriðjungur af Taílandi er undir vatni Um þriðjungur af Taílandi er nú undir vatni eftir mestu flóð í landinu á síðustu 50 árum. 25. október 2011 07:16 Flugvelli í Bangkok lokað vegna flóða Næst stærsta flugvelli Bangkok borgar í Tælandi hefur verið lokað vegna hinna gríðarlegu vatnaxaxta sem nú hrjá borgarbúa. Völlurinn er aðallega notaður til innanlandsflugs en alþjóðaflugvöllur borgarinnar sem er á öðrum stað í borginni er enn opinn. Mikil flóð hafa verið í landinu frá því í júlí og hafa rúmlega 360 manns látið lífið. Sjö hverfi höfuðborgarinnar Bangkok eru í hættu eða þegar komin undir vatn. 25. október 2011 11:10 Yfirvöld í Tælandi búa sig undir hið versta Yfirvöld í Tælandi telja að flóðin þar í landi muni standa yfir í nokkrar vikur í viðbót. Íbúum og fyrirtækjum er sagt að búa sig undir hið versta. 24. október 2011 10:12 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Situr í tælensku fangelsi - er að fyllast af vatni og föngum Móðir Brynjars Mettinisonar, sem situr í gæsluvarðhaldi í Tælandi, segir hræðilegt að hugsa til sonar síns sem situr í fangelsi sem brátt fyllist af vatni. Eitt mesta flóð í sögu Tælands hefur sett samfélagið þar úr skorðum. 25. október 2011 18:28
Þriðjungur af Taílandi er undir vatni Um þriðjungur af Taílandi er nú undir vatni eftir mestu flóð í landinu á síðustu 50 árum. 25. október 2011 07:16
Flugvelli í Bangkok lokað vegna flóða Næst stærsta flugvelli Bangkok borgar í Tælandi hefur verið lokað vegna hinna gríðarlegu vatnaxaxta sem nú hrjá borgarbúa. Völlurinn er aðallega notaður til innanlandsflugs en alþjóðaflugvöllur borgarinnar sem er á öðrum stað í borginni er enn opinn. Mikil flóð hafa verið í landinu frá því í júlí og hafa rúmlega 360 manns látið lífið. Sjö hverfi höfuðborgarinnar Bangkok eru í hættu eða þegar komin undir vatn. 25. október 2011 11:10
Yfirvöld í Tælandi búa sig undir hið versta Yfirvöld í Tælandi telja að flóðin þar í landi muni standa yfir í nokkrar vikur í viðbót. Íbúum og fyrirtækjum er sagt að búa sig undir hið versta. 24. október 2011 10:12