Erlent

Sendu geislamengaða bíla aftur til Japans

Sprenging í Fukushima kjarnorkuverinu.
Sprenging í Fukushima kjarnorkuverinu.
Rússnesk yfirvöld þurftu að senda sex bíla aftur til Japans þegar í ljós kom að þeir voru geislamengaðir.

Alls voru 170 bílar fluttir í sömu sendingunni til Rússlands. Þegar þeir voru skoðaðir kom í ljós að bílarnir voru geislavirkir.

Notaðir bílar frá Japan eru gríðarlega vinsælir í Rússlandi sem og Suðaustur-Asíu en þeir eru bæði ódýrir og bilanatíðni lítil.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem Rússar senda bíla aftur til Japans vegna geislamengunar. Síðast var það í júní þegar í ljós kom að um tíu bílar voru mengaðir.

Bílarnir eru líklega mengaðir af geislaefnum vegna leka í kjarnorkuverinu í Fukushima, sem bræddi úr sér eftir jarðskjálftann í Japan í maí síðastliðnum.

Aukið eftirlit er með bílum frá Japan eftir jarðskjálftann. Einnig í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×