Erlent

Kenna Haqqani samtökunum um árásirnar í Kabúl

Lögreglumenn í Kabúl standa hér yfir fórnarlambi árásanna í gær.
Lögreglumenn í Kabúl standa hér yfir fórnarlambi árásanna í gær. Mynd/AFP
Bandaríkjamenn kenna samtökum sem kalla sig Haqqani-samtökin (The Haqqani network) um árásirnar í Kabúl í Afghanistan í gær. Haqqani samtökin eru að verða einir harðsvíruðustu óvinir Bandaríkjamanna. Þau tengjast Al Qaeda samtökunum.

Herforingi Nató á svæðinu segir 16 manns hafa látist í árásunum, sem lauk klukkan 8:30 í morgun að staðartíma. Þar af eru fimm afghanskir lögreglumenn og ellefu óbreyttir borgarar, en tölurnar eru helmingi hærri en fyrst var talið.

Allir árásarmennirnir voru drepnir og í kjölfarið færðist þvinguð ró yfir götur Kabúl í morgun. Árásum gærdagsins var beint gegn sendiráði Bandaríkjanna og herbúðum Nató á svæðinu. Byggingarnar standa á því svæði borgarinnar þar sem öryggisgæsla er einna mest, en árásarmennirnir skutu úr hárri byggingu sem stóð á svæðinu.

Bandaríkin og Nató hafa tilkynnt að herlið þeirra muni yfirgefa Afghanistan í síðasta lagi við lok árs 2014. Árásir gærdagsins hafa vakið ótta um að hervöld og lögregla í Afghanistan muni ekki geta tryggt öryggi landsins.


Tengdar fréttir

Talíbanar bera ábyrgð á skotárásum í Kabúl

Talíbanar hafa lýst ábyrgð á hendur sér vegna sprengjuárása og skotbardaga í Kabúl, í höfuðborg Afganistan, í morgun. Lögreglumenn í Kabúl segja að skæruliðar skjóti nú skotflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Afganistan. Auk sendiráða er skotið á höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í borginni. Öryggisverðir hafa lokað vegum í kringum bandaríska sendiráðið og aðrar stofnanir í kring. Samkvæmt frásögn Sky liggur ekki fyrir hvort um sjálfsmorðssprengjuárás var að ræða.

Skothvellir fram á nótt í Afghanistan

Átök halda áfram fram í nóttina í Kabúl í Afghanistan. Lögregla skiptist enn á skotum við alla vega eina skyttu, sem staðsett er í hárri byggingu nærri bandaríska sendiráðinu.

Árásirnar í Kabúl - íslensk kona á svæðinu

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að uppreisnarmenn talíbana gerðu árásir á bandaríska sendiráðið og höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. Íslensk kona á svæðinu heldur kyrru fyrir í skrifstofubyggingu nálægt árásarsvæðinu en hún segist ekki vera hrædd þrátt fyrir erfiðar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×