Árásirnar í Kabúl - íslensk kona á svæðinu 13. september 2011 21:30 Hér mæta lögreglumenn á svæðið þar sem árásin átti sér stað í morgun. Mynd/AFP Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að uppreisnarmenn talíbana gerðu árásir á bandaríska sendiráðið og höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. Íslensk kona á svæðinu heldur kyrru fyrir í skrifstofubyggingu nálægt árásarsvæðinu en hún segist ekki vera hrædd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það voru nokkrir talíbanar sem tóku yfir háhýsi í borginni í nágrenni við bandaríska sendiráðið og hófu skothríð. Sjá mátti reyk stíga upp nálægt bandaríska sendiráðinu eftir að skotflaug var skotið í átt að því og bandarískar herþyrlur sveima yfir. Þá hafa sjálfsmorðssprengjumenn látið til skarar skríða við flugvöllinn og við höfuðstöðvar Nato. „Það hófst upp úr klukkan eitt. Þá heyrðum við fyrst skot og þá heyrðist hérna yfir hátalarakerfið að við ættum að koma okkur í skjól. Við höfum verið í skjóli síðan og heyrt sprengjuvörpur og byssuhljóð hérna í kring með einhverjum hléum þó alveg frá því klukkan eitt. Núna er klukkan átta" segir Steinunn Björk Pieper, kynjaráðgjafi hjá höfuðstöðvum Fjölþjóðahersins í Kabúl. Steinunn starfar á vegum friðargæslunnar ásamt annarri íslenskri konu og hafa þær haldið kyrru fyrir í skrifstofubyggingu ekki langt frá árásarsvæðinu en auk þeirra starfa tveir Íslendingar á flugvellinum í Kabúl og eru þeir óhultir. „Öllum var sagt að fara í öruggt skjól í einhvers konar byggingar. Við vorum hér bara á skrifstofunum. Svo fórum við í hjálma og vesti,“ segir Steinunn. Hún segir þær ekki vera hræddar enda umkringdar sérsveitarmönnum en einnig sé adrenalínið í botni. „Þetta tekur svolítið á okkur. Mér var sagt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona að seinna í kvöld og á morgun verði ég uppgefin eftir þetta allt saman. En akkúrat núna finnur maður ekki fyrir miklu,“ segir Steinunn. Þær stöllur vita ekki hversu lengi þær þurfa að dvelja í skrifstofubyggingunni. Enn eigi eftir að tryggja svæðið þrátt fyrir að bardögunum ljúki bráðum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að uppreisnarmenn talíbana gerðu árásir á bandaríska sendiráðið og höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. Íslensk kona á svæðinu heldur kyrru fyrir í skrifstofubyggingu nálægt árásarsvæðinu en hún segist ekki vera hrædd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það voru nokkrir talíbanar sem tóku yfir háhýsi í borginni í nágrenni við bandaríska sendiráðið og hófu skothríð. Sjá mátti reyk stíga upp nálægt bandaríska sendiráðinu eftir að skotflaug var skotið í átt að því og bandarískar herþyrlur sveima yfir. Þá hafa sjálfsmorðssprengjumenn látið til skarar skríða við flugvöllinn og við höfuðstöðvar Nato. „Það hófst upp úr klukkan eitt. Þá heyrðum við fyrst skot og þá heyrðist hérna yfir hátalarakerfið að við ættum að koma okkur í skjól. Við höfum verið í skjóli síðan og heyrt sprengjuvörpur og byssuhljóð hérna í kring með einhverjum hléum þó alveg frá því klukkan eitt. Núna er klukkan átta" segir Steinunn Björk Pieper, kynjaráðgjafi hjá höfuðstöðvum Fjölþjóðahersins í Kabúl. Steinunn starfar á vegum friðargæslunnar ásamt annarri íslenskri konu og hafa þær haldið kyrru fyrir í skrifstofubyggingu ekki langt frá árásarsvæðinu en auk þeirra starfa tveir Íslendingar á flugvellinum í Kabúl og eru þeir óhultir. „Öllum var sagt að fara í öruggt skjól í einhvers konar byggingar. Við vorum hér bara á skrifstofunum. Svo fórum við í hjálma og vesti,“ segir Steinunn. Hún segir þær ekki vera hræddar enda umkringdar sérsveitarmönnum en einnig sé adrenalínið í botni. „Þetta tekur svolítið á okkur. Mér var sagt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona að seinna í kvöld og á morgun verði ég uppgefin eftir þetta allt saman. En akkúrat núna finnur maður ekki fyrir miklu,“ segir Steinunn. Þær stöllur vita ekki hversu lengi þær þurfa að dvelja í skrifstofubyggingunni. Enn eigi eftir að tryggja svæðið þrátt fyrir að bardögunum ljúki bráðum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira