Drengur missti tönn þegar róla slitnaði 14. september 2011 08:00 Forstöðumaður garðsins segir að nýlega hafi verið farið yfir róluna. Yfirmaður verkstæðisins í garðinum hafi ekkert séð að henni. Mynd/Anton Sjö ára gamall drengur missti framtönn og hluta úr annarri tönn auk þess sem hann slasaðist í andliti þegar róla sem hann var í slitnaði. Atvikið átti sér stað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í byrjun mánaðarins. „Hann lendir á andlitinu á trégirðingu, brýtur framtönn og rótin á henni kýlist upp og skekkist. Hann fékk stórt sár á tannholdið og það brotnaði upp úr annarri tönn. Svo er hann með skurð í andlitinu,“ segir Ágúst Birgisson, faðir drengsins. Drengurinn var í garðinum ásamt átján ára bróður sínum. „Þetta er svo mikill óþarfi. Svona finnst mér að eigi ekki að geta komið fyrir,“ segir Ágúst, en hann lagði til að garðinum yrði lokað á meðan komist væri að því hvað nákvæmlega gerðist. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir að nýlega hafi verið farið yfir róluna og yfirmaður verkstæðis þar hafi ekki séð neitt athugavert við hana. „Það var festing sem gaf sig.“ Hann segir ljóst að slysið sé á ábyrgð garðsins og afskaplega leitt sé að það hafi orðið. Mestu skipti að drengurinn nái sér. Faðir hans segir hins vegar að hann hafi hlotið varanlegan skaða eftir slysið. „Við vitum ekki enn hvort tönnin lifir. Hann er með varanleg ör og meiðsli.“ Lögregla var kölluð á staðinn og tekin skýrsla um atvikið. Að sögn Tómasar var síðan Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu gert viðvart og málið er nú í rannsókn. Á meðan á rannsókninni stendur hefur rólan verið tekin úr umferð. Samkvæmt reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim á að framkvæma aðalskoðun á leiksvæðum árlega. Það er ítarleg ástandsskoðun sem gerð er af fagaðilum. Rekstrarskoðun felst í viðhaldi og viðgerðum og hana eiga rekstraraðilarnir sjálfir að framkvæma að minnsta kosti á þriggja mánaða fresti. Reglubundna yfirlitsskoðun á svo að framkvæma daglega til vikulega, eftir því hversu mikið svæðið er notað. Að sögn Herdísar Storgaard, verkefnastjóra Árvekni, á að framkvæma slíka skoðun áður en fólki er hleypt inn á svæðið. „Svona lagað gerist ekki nema eftirlitinu sé ábótavant. Rólur slitna ekki undan börnum.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Sjö ára gamall drengur missti framtönn og hluta úr annarri tönn auk þess sem hann slasaðist í andliti þegar róla sem hann var í slitnaði. Atvikið átti sér stað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í byrjun mánaðarins. „Hann lendir á andlitinu á trégirðingu, brýtur framtönn og rótin á henni kýlist upp og skekkist. Hann fékk stórt sár á tannholdið og það brotnaði upp úr annarri tönn. Svo er hann með skurð í andlitinu,“ segir Ágúst Birgisson, faðir drengsins. Drengurinn var í garðinum ásamt átján ára bróður sínum. „Þetta er svo mikill óþarfi. Svona finnst mér að eigi ekki að geta komið fyrir,“ segir Ágúst, en hann lagði til að garðinum yrði lokað á meðan komist væri að því hvað nákvæmlega gerðist. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir að nýlega hafi verið farið yfir róluna og yfirmaður verkstæðis þar hafi ekki séð neitt athugavert við hana. „Það var festing sem gaf sig.“ Hann segir ljóst að slysið sé á ábyrgð garðsins og afskaplega leitt sé að það hafi orðið. Mestu skipti að drengurinn nái sér. Faðir hans segir hins vegar að hann hafi hlotið varanlegan skaða eftir slysið. „Við vitum ekki enn hvort tönnin lifir. Hann er með varanleg ör og meiðsli.“ Lögregla var kölluð á staðinn og tekin skýrsla um atvikið. Að sögn Tómasar var síðan Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu gert viðvart og málið er nú í rannsókn. Á meðan á rannsókninni stendur hefur rólan verið tekin úr umferð. Samkvæmt reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim á að framkvæma aðalskoðun á leiksvæðum árlega. Það er ítarleg ástandsskoðun sem gerð er af fagaðilum. Rekstrarskoðun felst í viðhaldi og viðgerðum og hana eiga rekstraraðilarnir sjálfir að framkvæma að minnsta kosti á þriggja mánaða fresti. Reglubundna yfirlitsskoðun á svo að framkvæma daglega til vikulega, eftir því hversu mikið svæðið er notað. Að sögn Herdísar Storgaard, verkefnastjóra Árvekni, á að framkvæma slíka skoðun áður en fólki er hleypt inn á svæðið. „Svona lagað gerist ekki nema eftirlitinu sé ábótavant. Rólur slitna ekki undan börnum.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira