Tugur barna í steininn með fullorðnum brotamönnum 14. september 2011 05:51 Mynd/Heiða Tíu börn undir átján ára aldri hafa á undanförnum fimm árum verið sett í fangelsi með fullorðnum afbrotamönnum. Það er bannað samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, telur að sextán og sautján ára afbrotamenn eigi ekki að fá að velja hvort þeir afpláni dóm sinn í fangelsum eða á meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu, þótt kveðið sé á um slíkt val í lögum. „Börn eiga ekki heima í fangelsi," segir Margrét María." Þessir fáu sem þó fara inn fá að velja sér það úrræði. En eru börn fær um að velja það?" Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, fundaði um málið í velferðarráðuneytinu fyrir skemmstu, þar sem lagðar voru fram tvær tillögur til úrbóta. Annars vegar að koma á laggirnar nýju meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu fyrir unga afbrotamenn og hins vegar að efla starfsemi meðferðarheimilisins Stuðla. Bragi vísar í ákvæði Barnasáttmálans um að ekki sé leyfilegt að hafa fullorðna og börn saman í fangelsi. „Það er engin leið fær önnur en að gera stofnunum okkar kleift að sinna þessu hlutverki," segir hann og bætir við að megininntakið yrði að veita vímuefnameðferð og sinna þeim sem hafi hlotið óskilorðsbundna dóma og þurfi að loka inni. Einnig þeim unglingum sem séu í miklum vanda og þurfi því að vista gegn eigin vilja. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir koma til greina að efla starfsemi Stuðla með auknu fé, fleira starfsfólki og hugsanlega aðskildum deildum. Sú aðferð sé líklegri en að ráðist verði í stofnun nýs heimilis á næstunni. „Ég sé ekki að við munum ráða við [nýja stofnun] á næsta ári. Við munum þó taka það til skoðunar í fjárlagavinnunni," segir Guðbjartur. „Fyrsta skrefið yrði tekið með því að efla Stuðla. Við verðum að finna lausnir fyrir þessa einstaklinga. En umræðurnar eru ekki fullmótaðar."- sv Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Tíu börn undir átján ára aldri hafa á undanförnum fimm árum verið sett í fangelsi með fullorðnum afbrotamönnum. Það er bannað samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, telur að sextán og sautján ára afbrotamenn eigi ekki að fá að velja hvort þeir afpláni dóm sinn í fangelsum eða á meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu, þótt kveðið sé á um slíkt val í lögum. „Börn eiga ekki heima í fangelsi," segir Margrét María." Þessir fáu sem þó fara inn fá að velja sér það úrræði. En eru börn fær um að velja það?" Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, fundaði um málið í velferðarráðuneytinu fyrir skemmstu, þar sem lagðar voru fram tvær tillögur til úrbóta. Annars vegar að koma á laggirnar nýju meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu fyrir unga afbrotamenn og hins vegar að efla starfsemi meðferðarheimilisins Stuðla. Bragi vísar í ákvæði Barnasáttmálans um að ekki sé leyfilegt að hafa fullorðna og börn saman í fangelsi. „Það er engin leið fær önnur en að gera stofnunum okkar kleift að sinna þessu hlutverki," segir hann og bætir við að megininntakið yrði að veita vímuefnameðferð og sinna þeim sem hafi hlotið óskilorðsbundna dóma og þurfi að loka inni. Einnig þeim unglingum sem séu í miklum vanda og þurfi því að vista gegn eigin vilja. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir koma til greina að efla starfsemi Stuðla með auknu fé, fleira starfsfólki og hugsanlega aðskildum deildum. Sú aðferð sé líklegri en að ráðist verði í stofnun nýs heimilis á næstunni. „Ég sé ekki að við munum ráða við [nýja stofnun] á næsta ári. Við munum þó taka það til skoðunar í fjárlagavinnunni," segir Guðbjartur. „Fyrsta skrefið yrði tekið með því að efla Stuðla. Við verðum að finna lausnir fyrir þessa einstaklinga. En umræðurnar eru ekki fullmótaðar."- sv
Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira