Innlent

Telur líkur á vinstristjórn í Danmörku

Höskuldur Kári Schram skrifar
Svavar Gestson fjallar um dönsk stjórnmál.
Svavar Gestson fjallar um dönsk stjórnmál. Mynd/ Pressen Bild / Fredrik Persson
Allt bendir til þess að ríkisstjórn Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra, muni bíða ósigur í þingkosningunum í Danmörku á morgun. Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, spáir því að ljósrauð ríkisstjórn taki við stjórnartaumunum.

Hægristjórnir hafa verið við völd í Danmörku í áratug eða frá árinu 2001. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þes að vinstri menn nái meirihlut á þingi í kosningunum á morgun.

Svavar Gestsson, fyrrverandi Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, fjallaði um stöðuna í dönskum stjórnmálum á fundi Norræna félagsins í Reykjavík í dag. hann telur ekki líklegt að sósíaldemókratar bæti við sig miklu fylgi.

„Þeir sem vinna, hástökkvarar kosninganna, verða bersýnilega Radikale Venstre - sem er þrátt fyrir nafnið ekki róttækur vinstri flokkur heldur hálfgerður framsóknarflokkur. Þeir misstu mikið fylgi í síðustu kosningum en ná því aftur núna og bæta við sig. Svo er það flokkabandalag sem heitir Enhedslisten. Það eru svona margir vinstri flokkar af margvíslegu tagi. Þeir munu bæta mikið við sig,“ segir Svavar.

Svavar telur hins vegar líklegt að Helle Thorning-Schmidt, formarður Sósíaldemókrata, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur og verður hún þá fyrsta konan til að skipa það embætti.

„Það verður ekki rauð stjórn í danmörku. Það verður svona ljósrauð stjórn eða kannski það sem kallað vinstri stjórn á Íslandi. Vinstri flokkar með framsókn,“ sagði Svavar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×