Innlent

Karpað um dagskrá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Töluverðum tíma hefur verið varið í að karpa um dagskrá þingsins í dag.
Töluverðum tíma hefur verið varið í að karpa um dagskrá þingsins í dag. Mynd/ Anton Brink.
Það logar allt stafnanna á milli í sal Alþingis þessa stundina. Ástæðan er sú að stjórnarþingmenn vilja halda kvöldfund til þess að ljúka sem flestum þingmálum áður en haustþingi lýkur.

Eins og venja er hefst nýtt þing þann 1. október næstkomandi og samkvæmt dagskrá Alþingis var gert ráð fyrir að þessu þingi myndi ljúka á morgun. Tvö stór mál eru enn óafgreidd; stjórnarskrárfrumvörpin og gjaldeyrishaftafrumvarpið. Ef fram fer sem horfir er alls óvíst að hægt sé að ljúka þessu helgi fyrir helgi.

Til stóð að utandagskrárumræða, um afskriftir banka og fjármálastofnana á skuldum heimilanna. hæfist klukkan þrjú. Hún hefur tafist í 20 mínútur vegna ósættis um dagskrána.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tekist er á um dagskrá Alþingis í þingsölum því sambærileg umræða fór fram í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×