Erlent

Cameron og Sarkozy heimsækja Líbíu

Nicolas Sarkozy og David Cameron.
Nicolas Sarkozy og David Cameron. Mynd/AFP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, munu heimsækja Líbíu á morgun. Þeir verða fyrstu erlendur ráðamennirnir til að heimsækja landið eftir að uppreisnarmenn tóku þar völd og steyptu Muammar Gaddafi af stóli.

Mennirnir tveir munu heimsækja spítala í Tripoli áður en þeir hitta fyrirmenn í þjóðarstjórn uppreisnarmanna. Þá munu þeir fljúga til Benghazi, borgarinnar þar sem uppreisnin hófst í Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×