Innlent

Lögreglumenn segjast vera lítilsvirtir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn á Suðurlandi segja að ríkisvaldið sýni lögreglumönnum lítilsvirðandi framkomu með þvi að ganga ekki til kjarasamninga við þá. Lögreglumenn hafa verið samningalausir í 300 daga og segja lögreglumennirnir á Suðurlandi, í ályktun sem þeir sendu frá sér í kvöld, að þeir krefjist þess að laun lögreglumanna verði tafarlaust leiðrétt í samræmi við kröfur samninganefndar Landssambands Lögreglumanna.

Ályktun lögreglumannanna er svohljóðandi í heild:

Félagsfundur Lögreglufélags Suðurlands, haldinn 19. september 2011, sendir frá sér eftirfarandi ályktun.

Fundarmenn mótmæla harðlega lítilsvirðandi framkomu ríkisvaldsins í garð lögreglumanna á Íslandi en lögreglumenn hafa nú verið samningslausir í tæpa 300 daga. 

Fundarmenn gera þá kröfu að laun lögreglumanna verði tafarlaust leiðrétt í samræmi við kröfur samninganefndar Landssambands Lögreglumanna.

Lögreglufélag Suðurlands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×