Launaskriðið ekki skilað sér til opinberra starfsmanna 19. september 2011 08:24 SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur birt niðurstöður nýrrar launakönnunar sem unnin er samhliða launakönnun VR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Í könnun SFR kemur í ljós að þeim fjölgar sem þurfa að nota sparifé sitt til að ná endum saman ef borið er saman við sömu könnun fyrir ári. Staða heimilanna er svipuð hjá SFR og Starfsmannafélagi borgarinnar samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en rúmlega þriðjungur heimila félagsmanna notar sparifé til að ná endum saman eða safnar skuldum. Í tilkynningu frá SFR segir að staða heimila félagsmanna er töluvert lakari en á meðal almennings á sama tíma. Þá hefur launamunur kynjanna aukist á ný eftir að hafa dregist saman árið 2010 og er hann nú 13,2%. „Til samanburðar má geta þess að kynbundinn launamunum hjá félagsmönnum í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar í sömu könnun er um 9,2% og hjá VR félögum um 10%. Greining á hækkun heildarlauna eftir kynjaskiptingu starfsstétta hjá SFR sýnir einnig að heildarlaun kvennastétta (þar sem konur eru 70% eða stærri hluti) hækka minna en karlastéttir og blandaðar stéttir og er það verulegt áhyggjuefni," segir ennfremur. Óánægja félagsmanna SFR með laun sín mælist nú 60 prósent og hefur hún aukist í þrjú ár í röð. „Enda sýna niðurstöður að heildarlaun félagsmanna SFR hækka einungis um 1% á milli ára. Þessar niðurstöður eru afar athyglisverðir þegar haft er í huga að í júní 2010 var krónutöluhækkun á laun upp að 306 þúsund hjá ríkisstarfsmönnum sem metin var til um 2,3% hækkunar að meðaltali og aðrir félagsmenn SFR fengu 2,5%. Þessar hækkanir virðast hins vegar ekki hafa skilað sér að fullu til hækkunar á meðalheildarlaunum félagsmanna SFR." „Ef skoðað er fyrirkomulag launagreiðslna má sjá að tæplega 30% starfsmanna fá einungis greidd grunnlaun án nokkurra aukagreiðslna eða yfirvinnu. Einungis 37% starfsmanna fá greidda yfirvinnu en það eru talsvert færri en síðustu ár." Launabilið á milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna hefur aukist á milli ára og er nú nítján prósent. „Heildarlaun starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækka um 4,5% meðan laun opinberra starfsmanna hækka einungis að meðaltali um 1%, eins og áður var sagt." Í tilkynningu frá SFR segir að í fyrra hafi þessi munur á milli félaga verið 18% og árið 2009 var hann 15%. „Í krónum talið var munurinn á meðalheildarlaunum VR og SFR í fyrra 97 þúsund á mánuði en í ár er munurinn 112 þúsund á mánuði að meðaltali. Lítill launamunur heildarlauna mælist hins vegar á milli félagsmanna SFR og félagsmanna hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar." „Þessar niðurstöður sýna svo ekki verður um villst að launaskriðið á vinnumarkaði hefur ekki náð til opinbera starfsmanna,“ segir að lokum. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur birt niðurstöður nýrrar launakönnunar sem unnin er samhliða launakönnun VR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Í könnun SFR kemur í ljós að þeim fjölgar sem þurfa að nota sparifé sitt til að ná endum saman ef borið er saman við sömu könnun fyrir ári. Staða heimilanna er svipuð hjá SFR og Starfsmannafélagi borgarinnar samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en rúmlega þriðjungur heimila félagsmanna notar sparifé til að ná endum saman eða safnar skuldum. Í tilkynningu frá SFR segir að staða heimila félagsmanna er töluvert lakari en á meðal almennings á sama tíma. Þá hefur launamunur kynjanna aukist á ný eftir að hafa dregist saman árið 2010 og er hann nú 13,2%. „Til samanburðar má geta þess að kynbundinn launamunum hjá félagsmönnum í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar í sömu könnun er um 9,2% og hjá VR félögum um 10%. Greining á hækkun heildarlauna eftir kynjaskiptingu starfsstétta hjá SFR sýnir einnig að heildarlaun kvennastétta (þar sem konur eru 70% eða stærri hluti) hækka minna en karlastéttir og blandaðar stéttir og er það verulegt áhyggjuefni," segir ennfremur. Óánægja félagsmanna SFR með laun sín mælist nú 60 prósent og hefur hún aukist í þrjú ár í röð. „Enda sýna niðurstöður að heildarlaun félagsmanna SFR hækka einungis um 1% á milli ára. Þessar niðurstöður eru afar athyglisverðir þegar haft er í huga að í júní 2010 var krónutöluhækkun á laun upp að 306 þúsund hjá ríkisstarfsmönnum sem metin var til um 2,3% hækkunar að meðaltali og aðrir félagsmenn SFR fengu 2,5%. Þessar hækkanir virðast hins vegar ekki hafa skilað sér að fullu til hækkunar á meðalheildarlaunum félagsmanna SFR." „Ef skoðað er fyrirkomulag launagreiðslna má sjá að tæplega 30% starfsmanna fá einungis greidd grunnlaun án nokkurra aukagreiðslna eða yfirvinnu. Einungis 37% starfsmanna fá greidda yfirvinnu en það eru talsvert færri en síðustu ár." Launabilið á milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna hefur aukist á milli ára og er nú nítján prósent. „Heildarlaun starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækka um 4,5% meðan laun opinberra starfsmanna hækka einungis að meðaltali um 1%, eins og áður var sagt." Í tilkynningu frá SFR segir að í fyrra hafi þessi munur á milli félaga verið 18% og árið 2009 var hann 15%. „Í krónum talið var munurinn á meðalheildarlaunum VR og SFR í fyrra 97 þúsund á mánuði en í ár er munurinn 112 þúsund á mánuði að meðaltali. Lítill launamunur heildarlauna mælist hins vegar á milli félagsmanna SFR og félagsmanna hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar." „Þessar niðurstöður sýna svo ekki verður um villst að launaskriðið á vinnumarkaði hefur ekki náð til opinbera starfsmanna,“ segir að lokum.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira