Innlent

Féll af hestbaki og höfuðkúpubrotnaði

Athugið að myndin er úr safni.
Athugið að myndin er úr safni.
Maður höfuðkúpubrotnaði er hann féll af hesti sínum um miðnætti síðastliðins föstudag.  Atvikið átti sér stað við Langholtsveg í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi á Suðurlandi.  

Félagi mannsins kom að honum meðvitundarlausum.  Ekki liggur fyrir hvað gerðist en málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi.

Þá varð annað hestaslys um helgina er stúlka féll af hesti skammt frá Flúðum.  Hún hlaut minni háttar meiðsl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×